Takmörkuð þjónusta við hluta innritunarborða næstu mánuði Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2023 12:37 Farþegar munu verða varir við breytta starfsemi á innritunarborðum 25-42 í brottfararsal flugstöðvarinnar þegar þeir innrita sig þar í flug en ekki verður hægt að skila af sér töskum á þeim borðum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir við töskufæribönd aftan við innritunarborð í brottfararsal flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hefjast í dag, 31. janúar, og standa fram í apríl. Þjónusta verður því takmörkuð á hluta innritunarborða þar til að framkvæmdum er lokið. Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur fram að farþegar muni verða varir við breytta starfsemi á innritunarborðum 25 til 42 í brottfararsal flugstöðvarinnar þegar þeir innrita sig þar í flug. Ekki verði hægt að skila af sér töskum á þeim borðum. Framkvæmdirnar eru liður í endurbótum á töskuflokkunar- og innritunarkerfi í flugstöðinni sem nú standa yfir og hafa staðið yfir síðastliðin ár. Breytingarnar muni tryggja að kerfið uppfylli þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru séu til þess. „Farþegar munu verða varir við breytta starfsemi á innritunarborðum 25-42 í brottfararsal flugstöðvarinnar þegar þeir innrita sig þar í flug en ekki verður hægt að skila af sér töskum á þeim borðum. Farþegum verður þá bent á að fara á annað innritunarborð með töskurnar sem verður sérstaklega tekið frá til töskumóttöku. Farþegar eru hvattir til að hafa það í huga fyrir brottför að framkvæmdirnar gætu hægt á innritun við þau borð sem um ræðir. Önnur innritunarborð í brottfararsalnum verða starfrækt í óbreyttri mynd. Upplýsingar verða á skjáum í salnum um hvernig farþegum beri að haga innritun við borðin og starfsfólk flugvallarins boðið og búið að aðstoða fólk ef þörf er á. Þá verða innritunarborð í einhverjum tilvikum opnuð fyrr en vanalega og þá munu flugfélög upplýsa farþega sína um það,“ segir í tilkynningunni. Ætlunin að bæta upplifun farþega Haft er eftir Maren Lind Másdóttur, Forstöðumanni mannvirkja og innviða hjá Isavia, að breytingarnar við farangurskerfið séu liður í heildstæðum framkvæmdum í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. „Þetta verkefni og önnur sem hefjast á næstu mánuðum hafa meðal annars það markmið að bæta enn frekar upplifun farþega á flugvellinum og efla þjónustu við þá. Samhliða breytingum á farangurskerfinu hafa verið settar upp nýjar sjálfsþjónustuleiðir, bæði fyrir innritun og afhendingu á töskum. Ég vona því að farþegar nýti tækifærið við þessar aðstæður og prófi sjálfsþjónustuleiðirnar. Fjölmörg flugfélög bjóða nú upp á möguleikann á sjálfinnritun og höfum við séð mikinn mun á biðtíma farþega þegar slíkar þjónustuleiðir eru notaðar,“ segir Maren Lind. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur fram að farþegar muni verða varir við breytta starfsemi á innritunarborðum 25 til 42 í brottfararsal flugstöðvarinnar þegar þeir innrita sig þar í flug. Ekki verði hægt að skila af sér töskum á þeim borðum. Framkvæmdirnar eru liður í endurbótum á töskuflokkunar- og innritunarkerfi í flugstöðinni sem nú standa yfir og hafa staðið yfir síðastliðin ár. Breytingarnar muni tryggja að kerfið uppfylli þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru séu til þess. „Farþegar munu verða varir við breytta starfsemi á innritunarborðum 25-42 í brottfararsal flugstöðvarinnar þegar þeir innrita sig þar í flug en ekki verður hægt að skila af sér töskum á þeim borðum. Farþegum verður þá bent á að fara á annað innritunarborð með töskurnar sem verður sérstaklega tekið frá til töskumóttöku. Farþegar eru hvattir til að hafa það í huga fyrir brottför að framkvæmdirnar gætu hægt á innritun við þau borð sem um ræðir. Önnur innritunarborð í brottfararsalnum verða starfrækt í óbreyttri mynd. Upplýsingar verða á skjáum í salnum um hvernig farþegum beri að haga innritun við borðin og starfsfólk flugvallarins boðið og búið að aðstoða fólk ef þörf er á. Þá verða innritunarborð í einhverjum tilvikum opnuð fyrr en vanalega og þá munu flugfélög upplýsa farþega sína um það,“ segir í tilkynningunni. Ætlunin að bæta upplifun farþega Haft er eftir Maren Lind Másdóttur, Forstöðumanni mannvirkja og innviða hjá Isavia, að breytingarnar við farangurskerfið séu liður í heildstæðum framkvæmdum í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. „Þetta verkefni og önnur sem hefjast á næstu mánuðum hafa meðal annars það markmið að bæta enn frekar upplifun farþega á flugvellinum og efla þjónustu við þá. Samhliða breytingum á farangurskerfinu hafa verið settar upp nýjar sjálfsþjónustuleiðir, bæði fyrir innritun og afhendingu á töskum. Ég vona því að farþegar nýti tækifærið við þessar aðstæður og prófi sjálfsþjónustuleiðirnar. Fjölmörg flugfélög bjóða nú upp á möguleikann á sjálfinnritun og höfum við séð mikinn mun á biðtíma farþega þegar slíkar þjónustuleiðir eru notaðar,“ segir Maren Lind.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira