Sjáðu heitasta framherjann á Ítalíu minna vel á sig á móti Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2023 15:01 Victor Osimhen tók af sér grímuna þegar hann fagnaði marki sínu yrir Napoli á móti Roma á Diego Armando Maradona leikvanginum. AP/Alessandro Garofalo Napoli er á góðri leið að verða ítalskur meistari í fyrsta skiptið án hjálpar frá Diego heitnum Maradona. Napoli er nú með þrettán stiga forystu og fyrsti meistaratitilinn frá 1990 er í augsýn. Ástæðan er ekki síst mögnuð samvinna þeirra Khvicha Kvaratskhelia og Victor Osimhen í framlínunni. Kvaratskhelia, eða Kvaradona eins og sumir vilja kalla hann, er allt í öllu í sóknarleik liðsins og fremstur er síðan markaskorarinn Victor Osimhen sem er sá heitasti í ítölsku deildinni í dag. Osimhen hefur skorað fjórtán mörk í sextán deildarleikjum en þar af eru tólf mörk í ellefu leikjum síðan að hann kom aftur inn í liðið eftir meiðsli í september og október. Osimhen skoraði í fjórða leiknum í röð þegar Napoli vann 2-1 sigur á Roma um síðustu helgi. Markið sýndi styrk hans og snilli og um leið samvinnu hans við umræddan Kvaratskhelia. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum þar á meðal þetta magnaða mark kappans sem kom eftir sendingu frá Kvaradona sem var þarna að gefa sína áttundu stoðsendingu í deildinni í vetur. Klippa: Mörkin úr leik Napoli og Roma Þetta var fjórtánda deildarmark Osimhen eins og áður sagði en hann er með tveggja marka forskot á Ademola Lookman hjá Atalanta og þriggja marka forskot á Lautaro Martinez hjá Inter í baráttunni um markakóngstitilinn. Osimhen er 24 ára Nígeríumaður sem kom til Napoli frá franska félaginu Lille í september 2020. Hann skoraði fjórtán mörk á 27 leikjum á síðasta tímabili og á fyrsta tímabili sínu með ítalska liðinu skoraði hann tíu mörk í 24 leikjum. Áður en hann kom til Napoli hafi hann skipt um lið þrjú sumur í röð, farið frá Wolfsburg í Þýskalandi, til Charleroi í Belgíu og loks til Lille í Frakklandi þar sem hann var með 13 mörk í 27 leikjum tímabilið 2019-20. Ítalski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Napoli er nú með þrettán stiga forystu og fyrsti meistaratitilinn frá 1990 er í augsýn. Ástæðan er ekki síst mögnuð samvinna þeirra Khvicha Kvaratskhelia og Victor Osimhen í framlínunni. Kvaratskhelia, eða Kvaradona eins og sumir vilja kalla hann, er allt í öllu í sóknarleik liðsins og fremstur er síðan markaskorarinn Victor Osimhen sem er sá heitasti í ítölsku deildinni í dag. Osimhen hefur skorað fjórtán mörk í sextán deildarleikjum en þar af eru tólf mörk í ellefu leikjum síðan að hann kom aftur inn í liðið eftir meiðsli í september og október. Osimhen skoraði í fjórða leiknum í röð þegar Napoli vann 2-1 sigur á Roma um síðustu helgi. Markið sýndi styrk hans og snilli og um leið samvinnu hans við umræddan Kvaratskhelia. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum þar á meðal þetta magnaða mark kappans sem kom eftir sendingu frá Kvaradona sem var þarna að gefa sína áttundu stoðsendingu í deildinni í vetur. Klippa: Mörkin úr leik Napoli og Roma Þetta var fjórtánda deildarmark Osimhen eins og áður sagði en hann er með tveggja marka forskot á Ademola Lookman hjá Atalanta og þriggja marka forskot á Lautaro Martinez hjá Inter í baráttunni um markakóngstitilinn. Osimhen er 24 ára Nígeríumaður sem kom til Napoli frá franska félaginu Lille í september 2020. Hann skoraði fjórtán mörk á 27 leikjum á síðasta tímabili og á fyrsta tímabili sínu með ítalska liðinu skoraði hann tíu mörk í 24 leikjum. Áður en hann kom til Napoli hafi hann skipt um lið þrjú sumur í röð, farið frá Wolfsburg í Þýskalandi, til Charleroi í Belgíu og loks til Lille í Frakklandi þar sem hann var með 13 mörk í 27 leikjum tímabilið 2019-20.
Ítalski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira