Messi átti magnað heimsmeistaramót þar sem hann vann langþráðan heimsmeistaratitil með Argentínu og var kosinn besti leikmaður mótsins.
In his first interview since winning the World Cup, Lionel Messi expressed regret for his actions following Argentina s quarterfinal win over the Netherlandshttps://t.co/4PaIYKdIVO
— SI Soccer (@si_soccer) January 30, 2023
Það munaði þó litlu að argentínska landsliðið færi ekki lengra en í átta liða úrslit eftir dramatískan leik á móti sterku hollensku liði í útsláttarkeppninni. Argentína missti niður 2-0 forystu en vann að lokum í vítakeppni.
Messi ræddi þennan leik í nýlegu viðtali og á sérstaklega eftirsjá sína vegna þess hvernig hann lét þetta kvöld.
Messi fagnaði marki sínu í leiknum með því að hlaupa fyrir framan hollenska þjálfarann Louis van Gaal og setja hendur sína upp að eyrunum. Messi hélt því fram eftir leikinn að Van Gaal hefði sýnt Argentínu virðingarleysi í viðtölum fyrir leikinn.
Although their @FIFAWorldCup campaign ultimately ended in glory, Lionel Messi has now expressed regret for his actions during the ugly scenes that marred @Argentina's quarterfinal win over @OnsOranje. #FIFAWorldCup #Qatar2022https://t.co/SBO6H4roYV
— ESPN Asia (@ESPNAsia) January 31, 2023
„Ég var ekki hrifinn af því sem ég gerði eða hvað gerðist eftir leikinn. Þetta eru taugatrekkjandi aðstæður og allt gerist mjög hratt,“ sagði Lionel Messi.
Messi sást síðan rífast við aðstoðarmann Van Gaal, Edgar Davids, í leikslok. Hann var enn funheitur í viðtölum eftir leik og kallaði meðal annars á Wout Weghorst, markaskorara Hollendinga: Hvað ert þú að horfa á vitleysingur. Farðu aftur til baka.
Allt saman endaði vel fyrir Messi sem fullkomnaði fullkominn fótboltaferil með heimsmeistaratitli.