Vélin var á leiðinni til Katar en millilenti í Liège vegna erfiðra veðurskilyrða og var svo föst vegna snjókomu og íss.
Alls voru níu birnir um borð í vélinni sem var á leiðinni frá Perú til Katar. Það er belgíska blaðið SudInfo sem sagði frá málinu en vélin var stopp í rúman sólarhring.
Celine Tellier, ráðherra dýravelferðar í Valloníu í Belgíu, þar sem Liège-flugvöll er að finna, segir að málið sé til rannsóknar og að verið sé að rannsaka hvort draga eigi einhvern til ábyrgðar og til hvaða aðgerða skuli grípa.
Ekki liggur fyrir hvað stóð til að gera við birnina í Katar eða þá um ástand hinna bjarnanna sex sem enn eru á lífi.