Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru alla daga á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru alla daga á slaginu 12:00. Bylgjan

Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur ríkissáttasemjara með nýjasta útspili sínu reyna að víkka út valdheimildir sínar. Kjaramálin verða í eldlínunni í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi á nær öllu landinu um hádegi á morgun. Veðurfræðingur segir lægðinni fylgja gríðarleg úrkoma og fólk eigi að halda sig heima meðan hún gegnur yfir.

Og meira veðurtengt. Mikil krapastífla brast aðfaranótt föstudags í Hvítá í Hrunamannahreppi með þeim afleiðingum að ísilögð áin, sem víða var botnfrosin, ruddist fram. Krapahlaupið olli miklu tjóni - við ræðum við bónda á svæðinu.

Leiðtogi hægri manna á Spáni hefur lagt til að ekki þurfi lengur að mynda meirihlutastjórnir í bæjar- og borgarstjórnum landsins. Sá flokkur sem fái flest atkvæði í kosningum fái einfaldlega að ráða öllu. Sósíalistar segja tillöguna lélegan brandara. Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.