Fótbolti

Stjarnan hirti Þungavigtarbronsið eftir sigur í vítaspyrnukeppni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Árni Snær Ólafsson stóð í marki Stjörnunnar í dag.
Árni Snær Ólafsson stóð í marki Stjörnunnar í dag. @fcstjarnan

Bestu deildar liðin Stjarnan og Keflavík mættust í leiknum um þriðja sætið í Þungavigtarbikarnum í fótbolta í dag.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 3-3 og voru úrslitin því útkljáð með vítaspyrnukeppni.

Þar höfðu Garðbæingar betur og hljóta því bronsverðlaun.

Breiðablik og FH mætast í úrslitaleiknum um fyrsta sætið næstkomandi miðvikudag og fer leikurinn fram á heimavelli Íslandsmeistaranna, Kópavogsvelli.

Upplýsingar um úrslit eru fengnar hjá Fótbolti.net.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.