Lá dáin í íbúð sinni í rúm þrjú ár Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2023 14:20 Laura Winham var 38 ára gömul þegar hún dó árið 2017. Lík hennar fannst ekki fyrr en í maí 2021. Hudgell Solicitors Bresk kona sem átti við mikil geðræn vandamál að stríða fannst í íbúð hennar rúmum þremur árum eftir að hún dó. Fjölskylda hennar kennir heilbrigðiskerfinu um og segir kerfið hafa brugðist henni. Enginn hafi fylgst með henni þrátt fyrir veikindi hennar. Laura Winham er talin hafa dáið í nóvember 2017, þá 38 ára gömul. Bróðir hennar fann hana látna í maí 2021 og var lík hennar þá orðið nánast eins og múmía eða beinagrind, samkvæmt frétt Sky News. Winham þjáðist af geðklofa og bjó í félagslegu húsnæði í Woking í Surrey. Fjölskyldumeðlimir hennar segja að hún hafi slitið á öll samskipti við þau því hún hafi verið sannfærð um að þau ætluðu að skaða hana. Lögregluþjónar heimsóttu hana í október 2017, sem var líklegast í síðasta sinn sem hún sást á lífi, samkvæmt frétt BBC. Þá skrifuðu lögregluþjónar í skýrslu til félagsmálayfirvalda að Winham væri að vanrækja sig. Hún ætti ekki mat og vissi ekki hvernig hún gæti fengið hjálp. Skömmu eftir þessa heimsókn hætti Winham að skrifa í dagatal sitt en eitt af því síðasta sem hún skrifaði þar var: „Ég þarf hjálp“. Leiga hennar var greidd sjálfkrafa af bótum hennar en gasið var tekið af íbúðinni í janúar 2019. Lögmenn fjölskyldu Winham segja engan hafa farið í heimsókn til hennar á þessum árum og engan hafa fylgst með henni. BBC hefur eftir Nicky, systur hennar, að þrátt fyrir viðvörunarmerki um versnandi heilsu hennar virðist sem fólk hafi bara litið undan. „Hún var yfirgefin og skilin eftir til að deyja,“ sagði Nicky. Hún sagði erfitt að ímynda sér hvernig systir sín hefði lifað síðustu árin. Hún hefði ekki kunnað að biðja um hjálp og enginn hafi hugsað um hana. Talsmaður yfirvalda í Surrey sagði BBC að málið væri hið sorglegasta en í senn væri það flókið. Hver angi þess yrði rannsakaður. Bretland England Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Laura Winham er talin hafa dáið í nóvember 2017, þá 38 ára gömul. Bróðir hennar fann hana látna í maí 2021 og var lík hennar þá orðið nánast eins og múmía eða beinagrind, samkvæmt frétt Sky News. Winham þjáðist af geðklofa og bjó í félagslegu húsnæði í Woking í Surrey. Fjölskyldumeðlimir hennar segja að hún hafi slitið á öll samskipti við þau því hún hafi verið sannfærð um að þau ætluðu að skaða hana. Lögregluþjónar heimsóttu hana í október 2017, sem var líklegast í síðasta sinn sem hún sást á lífi, samkvæmt frétt BBC. Þá skrifuðu lögregluþjónar í skýrslu til félagsmálayfirvalda að Winham væri að vanrækja sig. Hún ætti ekki mat og vissi ekki hvernig hún gæti fengið hjálp. Skömmu eftir þessa heimsókn hætti Winham að skrifa í dagatal sitt en eitt af því síðasta sem hún skrifaði þar var: „Ég þarf hjálp“. Leiga hennar var greidd sjálfkrafa af bótum hennar en gasið var tekið af íbúðinni í janúar 2019. Lögmenn fjölskyldu Winham segja engan hafa farið í heimsókn til hennar á þessum árum og engan hafa fylgst með henni. BBC hefur eftir Nicky, systur hennar, að þrátt fyrir viðvörunarmerki um versnandi heilsu hennar virðist sem fólk hafi bara litið undan. „Hún var yfirgefin og skilin eftir til að deyja,“ sagði Nicky. Hún sagði erfitt að ímynda sér hvernig systir sín hefði lifað síðustu árin. Hún hefði ekki kunnað að biðja um hjálp og enginn hafi hugsað um hana. Talsmaður yfirvalda í Surrey sagði BBC að málið væri hið sorglegasta en í senn væri það flókið. Hver angi þess yrði rannsakaður.
Bretland England Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira