Ekki á dagskrá að afnema stimpilklukku fyrir grunnskólakennara borgarinnar Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2023 08:48 Sjálfstæðismenn segja að kennarar hafi lengi kallað eftir breytingunni. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkurborgar hefur vísað frá tillögum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins að unnið verði að því að afnema notkun stimpilklukku fyrir kennara sem starfa í grunnskólum borgarinnar. Sjálfstæðismenn og fulltrúi Flokks fólksins lögðu fram sambærilegar tillögur á síðasta ári og lögðu þar til að ráðist yrði í breytinguna í samráði við Kennarafélag Reykjavíkur. Með breytingunni yrði komið „til móts við sjálfstæði kennara í störfum og sveigjanlegan vinnutíma,“ líkt og sagði í rökstuðningi Sjálfstæðismanna. Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna - Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar – ákváðu að vísa tillögunni frá á fundi borgarráðs í gær og segja í bókun að „erfitt væri að hætta einhliða að halda utan um vinnustundir starfsfólks“. Var þar sérstaklega vísað í umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar. Áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi Meirihlutinn segir að mið sé tekið af ákvæðum gildandi kjarasamninga og ákvæðum vinnutímatilskipunnar Evrópusambandsins, sem innleidd hafi verið hérlendis í gegnum lög og kjarasamningsákvæði. Tilskipunin hafi verið túlkuð þannig að hún feli i sér skyldu fyrir vinnuveitendur í EES-ríkjum til að setja upp hlutlægt, áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi sem skráir vinnutíma starfsmanna. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm „Almennt er litið á utanumhald um vinnutíma sem ákveðið réttindatól starfsfólks, en ekki einungis eftirlitstól vinnuveitanda, enda mikilvægt að haldið sé utan um unna vinnu með skýrum og gegnsæjum hætti. Loks er mikilvægt að jafnræðis sé gætt meðal starfsfólks Reykjavíkurborgar en skráning vinnutíma er ekki bundin við kennara þar sem allt starfsfólk Reykjavíkurborgar skráir vinnustundir sínar,“ segir í bókun borgarfulltrúa meirihlutans. Hafa lengi kallað eftir breytingunni Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði segja að kennarar hafi lengi kallað eftir þeirri breytingu að hætt verði að nota stimpilklukku. „Betur hefði farið á því að óska umsagnar Kennarafélags Reykjavíkur áður en tillagan kæmi til afgreiðslu,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Í áðurnefndri umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar er meðal annars rætt um kosti viðveruskráningar – bæði fyrir starfsfólk og stjórnendur. Setur slík skráning skýran ramma utan um daglegan vinnutíma, hjálpar til við upprifjun, er utanumhald um viðveru og gefur mynd af álagi. Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Skóla - og menntamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Sjálfstæðismenn og fulltrúi Flokks fólksins lögðu fram sambærilegar tillögur á síðasta ári og lögðu þar til að ráðist yrði í breytinguna í samráði við Kennarafélag Reykjavíkur. Með breytingunni yrði komið „til móts við sjálfstæði kennara í störfum og sveigjanlegan vinnutíma,“ líkt og sagði í rökstuðningi Sjálfstæðismanna. Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna - Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar – ákváðu að vísa tillögunni frá á fundi borgarráðs í gær og segja í bókun að „erfitt væri að hætta einhliða að halda utan um vinnustundir starfsfólks“. Var þar sérstaklega vísað í umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar. Áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi Meirihlutinn segir að mið sé tekið af ákvæðum gildandi kjarasamninga og ákvæðum vinnutímatilskipunnar Evrópusambandsins, sem innleidd hafi verið hérlendis í gegnum lög og kjarasamningsákvæði. Tilskipunin hafi verið túlkuð þannig að hún feli i sér skyldu fyrir vinnuveitendur í EES-ríkjum til að setja upp hlutlægt, áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi sem skráir vinnutíma starfsmanna. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm „Almennt er litið á utanumhald um vinnutíma sem ákveðið réttindatól starfsfólks, en ekki einungis eftirlitstól vinnuveitanda, enda mikilvægt að haldið sé utan um unna vinnu með skýrum og gegnsæjum hætti. Loks er mikilvægt að jafnræðis sé gætt meðal starfsfólks Reykjavíkurborgar en skráning vinnutíma er ekki bundin við kennara þar sem allt starfsfólk Reykjavíkurborgar skráir vinnustundir sínar,“ segir í bókun borgarfulltrúa meirihlutans. Hafa lengi kallað eftir breytingunni Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði segja að kennarar hafi lengi kallað eftir þeirri breytingu að hætt verði að nota stimpilklukku. „Betur hefði farið á því að óska umsagnar Kennarafélags Reykjavíkur áður en tillagan kæmi til afgreiðslu,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Í áðurnefndri umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar er meðal annars rætt um kosti viðveruskráningar – bæði fyrir starfsfólk og stjórnendur. Setur slík skráning skýran ramma utan um daglegan vinnutíma, hjálpar til við upprifjun, er utanumhald um viðveru og gefur mynd af álagi.
Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Skóla - og menntamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira