Fótbolti

Fótboltafélög heimsins farin að eyða miklu meiri pening í konurnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hjá Bayern München.
Íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hjá Bayern München. Getty/Christian Hofer

Kvennaknattspyrnan er farin að velta miklu hærri peningaupphæðum en áður eftir að hafa tekið risastökk á síðustu árum.

Knattspyrnufélög eyddu þannig 3,3 milljónum Bandaríkjadala í kvenkyns leikmenn á síðasta ári eða um 476 milljónum íslenskra króna.

Fyrir fjórum árum þá eyddu félögin aðeins 0,6 milljónum dollara í knattspyrnukonur eða tæpum 87 milljónum í íslenskum krónum.

Á þessum tíma hafa peningarnir í félagsskiptum knattspyrnukvenna því miklu meira en fimmfaldast.

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, birti í gær úttekt á félagsskiptamarkaði fótboltaheimsins og þar blasa þessar tölur við.

Peningar fyrir fótboltakonur fór upp um 62 prósent á milli ára en alls voru 1555 félagsskipti skráð í kerfið á árinu 2022. Í flestum tilfellum fóru þó knattspyrnukonurnar frítt á milli félaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×