Leiksins í kvöld var beðið með nokkurri eftirvæntingu enda liðin bæði í toppbaráttunni í spænsku deildinni, Barcelona er þar í efsta sæti með 44 stig en Real Sociedad í þriðja sæti með 38 stig.
Leikurinn í kvöld var markalaus í fyrri hálfleik en þá dró helst til tíðinda að Brais Mendez fékk rauða spjaldið á 40.mínútu en tíu mínútum áður hafði hann átt skot í þverslána.
Í síðari hálfleik var verkefnið því verðugt fyrir leikmenn Sociedad, einum færri á Nou Camp. Sigurmarkið í leiknum kom á 52.mínútu. Þá skoraði Ousmane Dembele fyrir Barcelona og það mark tryggði liðinu sæti í undanúrslitum keppninnar.
Barcelona er fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Osasona og Sevilla eigast við í kvöld en leik þeirra er ekki lokið. Á morgun mætast svo Valencia og Athletic Blibao sem og Madrídarliðin tvö, Atletico og Real.