Innlent

Samningur í höfn milli SA og SSF

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samningar við SSF eru í höfn.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samningar við SSF eru í höfn. Vísir/Vilhelm

Samtök atvinnulífsins og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa undirritað skammtímakjarasamning. Mánaðarlaun starfsmanna fjármálafyrirtækja hækka um 6,75% og gildir hækkunin afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Samningurinn er áþekkur þeim sem samið var um við VR/LÍV og félög iðn- og tæknifólks nýverið.

Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar kemur fram að samningurinn gildi frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Atkvæðagreiðslu félagsmanna lýkur 27. janúar næstkomandi.

Launahækkunin verður að hámarki 66.000 krónur. Ásamt launahækkunum munu kjaratengdir liðir og desember- og orlofsuppbót taka sömu hækkunum eða 6,75%.

Um 3.500 félagsmenn SSF falla undir kjarasamning SSF. Samningurinn er áþekkur þeim kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið síðustu vikur á almennum vinnumarkaði. Þeir hafa verið samþykktir af miklum meirihluta félagsmanna.

„Á undanförnum dögum hefur auk þess verið gengið frá fjölda sérkjarasamninga og fyrirtækjaþátta kjarasamninga eftir stefnumarkandi kjarasamningum SA við stéttarfélög á almennum vinnumarkaði; Brú að bættum lífskjörum,“ segir í tilkynningunni frá Samtökum atvinnulífsins.


Tengdar fréttir

SSF vísar til ríkis­sátta­semjara

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa vísað viðræðum um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.