Yngri fangar tilbúnari að beita vopnum og fangelsin geta ekki tryggt öryggi vegna fjárskorts Snorri Másson skrifar 24. nóvember 2022 22:01 Sigurður Rúnar Hafliðason fangavörður á Litla-Hrauni segir ýmislegt hafa breyst í starfsumhverfi fangavarða á undanförnum tíu árum. Vísir/Ívar Fangavörður á Litla-Hrauni segir starfsumhverfið hafa stórbreyst á undanförnum árum og að ný kynslóð brotamanna sé grimmari og tilbúnari að beita vopnum. Starfsfólk fangelsa óttist um öryggi sitt og á sama tíma kemur sífellt meiri fjárskortur sífellt verr niður á allri starfseminni. Turninn hefur lengi verið helsta kennileiti stærsta fangelsis landsins á Litla-Hrauni, en í framkvæmdum fram undan á að rífa þennan gamla eftirlitsstað í von um að bæta alla ásýnd staðarins. Tímarnir breytast. En um leið og fangelsismálayfirvöld breyta áherslum sínum í þessa veru mæta þeim nýjar áskoranir. Stóraukin harka á meðal ungra brotamanna og um leið sífellt áþreifanlegri afleiðingar fjárskorts sem viðgengist hefur áratugum saman. Fréttastofa fór á Litla-Hraun í dag og ræddi við fangavörð til tíu ára - sem talar um breyttan veruleika í fangelsinu. „Við erum bara með miklu harðari kjarna, ofbeldisfyllri og miklu meiri neyslu. Þannig að það er gríðarlegur munur á því hvernig við erum að kljást við einstaklinga miðað við það þegar ég var að byrja hérna,“ sagði Sigurður Rúnar Hafliðason fangavörður í samtali við fréttastofu. Bara á þessu ári hafa orðið þrjár alvarlegar líkamsárásir fanga gegn fangavörðum í íslenskum fangelsum. Að sögn Sigurðar ber á áfallastreitu á meðal starfsfólks fangelsa, sem býr ekki við sama öryggi og áður. „Þessi unga kynslóð sem er að koma inn núna er mjög brútal. Eins og hefur verið bara í umræðunni, tvítugum einstaklingum finnst sjálfsagt að ganga með hníf. Þeir koma hingað og þeir eru hérna. Og það er sú vinnuaðstaða sem við erum undir, að þurfa að sinna þeim. Við erum náttúrulega bara að finna alls konar heimatilbúin stunguverkfæri. Þú getur útbúið stunguverkfæri úr gaffli sem þú getur gert bara gríðarlega mikinn skaða úr sem þeir hafa bara aðgang að til að geta borðað,“ segir Sigurður. Hvað er til ráða? Ekki endilega rafbyssur, en stunguvesti í varnarskyni og betri þjálfun eru nauðsynleg. En til þess þarf fjármagn. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjármálaráðherra er bent á að uppsafnaður niðurskurður árið 2023 muni nema 330 milljónum króna á næsta ári. „Við þurfum að laga öryggisþættina. Við þurfum að koma þeim í lag. Fá þjálfun inn til að laga þá hluti, til að fólk upplifi sig öruggt í umhverfinu. Svo þurfum við náttúrulega að laga launin. Þau eru auðvitað grunnur. Við þurfum auðvitað að brauðfæða fjölskylduna okkar. Er það þess virði að mæta hér til vinnu í hættu um að komast ekki heim til barnanna okkar og vera á lélegum launum, ekki á launum á við sambærilegar stéttir? Þetta er náttúrulega bara hlutur sem þyrfti að lagast,“ segir Sigurður. Kallarðu eftir því að fjármálaráðuneytið taki við sér og setji fé í þennan málaflokk? „Þarf ég að kalla eftir því? Er það ekki bara eðlilegur hlutur? Við erum búnir að vera í svelti frá 2007 og það er ekki boðlegt lengur,“ segir Sigurður. Fangelsismál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Rafbyssur Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira
Turninn hefur lengi verið helsta kennileiti stærsta fangelsis landsins á Litla-Hrauni, en í framkvæmdum fram undan á að rífa þennan gamla eftirlitsstað í von um að bæta alla ásýnd staðarins. Tímarnir breytast. En um leið og fangelsismálayfirvöld breyta áherslum sínum í þessa veru mæta þeim nýjar áskoranir. Stóraukin harka á meðal ungra brotamanna og um leið sífellt áþreifanlegri afleiðingar fjárskorts sem viðgengist hefur áratugum saman. Fréttastofa fór á Litla-Hraun í dag og ræddi við fangavörð til tíu ára - sem talar um breyttan veruleika í fangelsinu. „Við erum bara með miklu harðari kjarna, ofbeldisfyllri og miklu meiri neyslu. Þannig að það er gríðarlegur munur á því hvernig við erum að kljást við einstaklinga miðað við það þegar ég var að byrja hérna,“ sagði Sigurður Rúnar Hafliðason fangavörður í samtali við fréttastofu. Bara á þessu ári hafa orðið þrjár alvarlegar líkamsárásir fanga gegn fangavörðum í íslenskum fangelsum. Að sögn Sigurðar ber á áfallastreitu á meðal starfsfólks fangelsa, sem býr ekki við sama öryggi og áður. „Þessi unga kynslóð sem er að koma inn núna er mjög brútal. Eins og hefur verið bara í umræðunni, tvítugum einstaklingum finnst sjálfsagt að ganga með hníf. Þeir koma hingað og þeir eru hérna. Og það er sú vinnuaðstaða sem við erum undir, að þurfa að sinna þeim. Við erum náttúrulega bara að finna alls konar heimatilbúin stunguverkfæri. Þú getur útbúið stunguverkfæri úr gaffli sem þú getur gert bara gríðarlega mikinn skaða úr sem þeir hafa bara aðgang að til að geta borðað,“ segir Sigurður. Hvað er til ráða? Ekki endilega rafbyssur, en stunguvesti í varnarskyni og betri þjálfun eru nauðsynleg. En til þess þarf fjármagn. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjármálaráðherra er bent á að uppsafnaður niðurskurður árið 2023 muni nema 330 milljónum króna á næsta ári. „Við þurfum að laga öryggisþættina. Við þurfum að koma þeim í lag. Fá þjálfun inn til að laga þá hluti, til að fólk upplifi sig öruggt í umhverfinu. Svo þurfum við náttúrulega að laga launin. Þau eru auðvitað grunnur. Við þurfum auðvitað að brauðfæða fjölskylduna okkar. Er það þess virði að mæta hér til vinnu í hættu um að komast ekki heim til barnanna okkar og vera á lélegum launum, ekki á launum á við sambærilegar stéttir? Þetta er náttúrulega bara hlutur sem þyrfti að lagast,“ segir Sigurður. Kallarðu eftir því að fjármálaráðuneytið taki við sér og setji fé í þennan málaflokk? „Þarf ég að kalla eftir því? Er það ekki bara eðlilegur hlutur? Við erum búnir að vera í svelti frá 2007 og það er ekki boðlegt lengur,“ segir Sigurður.
Fangelsismál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Rafbyssur Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira