Fótbolti

Karólína Lea og Glódís Perla skiptust á treyjum við mikla Íslandsvini

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru hér með þeim Stephany Mayor og Biöncu Sierra.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru hér með þeim Stephany Mayor og Biöncu Sierra. Bayern München

Íslensku landsliðskonurnar í Bayern München hafa eytt síðustu dögum í Mexíkó þar sem þær tóku þátt í Amazon bikarnum.

Landsliðsleikmennirnir Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og spilað með þýska stórliðinu.

Bayern München og mexíkanska liðið Club Tigres spiluðu til úrslita um fyrsta Amazon bikarinn sem knattspyrnusamband Mexíkó setti á laggirnar til að auka vinsældir kvennafótbolta í landinu.

Markmið Amazon bikarsins er að fá evrópskt stórlið í heimsókn til Mexíkó á hverju ári.

Það er vetrarfrí hjá Bayern og þær notuðu því ferðina til Mexíkó sem æfingaferð fyrir seinni hluta tímabilsins.

Bayern liðið varð að sætta sig við tap en Club Tigres vann Amazon bikarnum eftir 1-0 sigur í þessum leik á Universitario Stadium í San Nicolás sem er í norðurhluta Mexíkó. Hin nígeríska Uchenna Kanu skoraði eina mark leiksins á 20. mínútu.

Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliðinu og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður.

Stephany Mayor var í byrjunarliði Club Tigres og Bianca Sierra er einnig leikmaður liðsins.

Þær eru miklir Íslandsvinir eftir að hafa spilað þrjú tímabil með Þór/KA frá 2017 til 2019.

Mayor og Sierra urðu Íslandsmeistarar með Þór/KA árið 2017 en Stephany Mayor skoraði 57 mörk í 68 leikjum með norðanliðinu þessi þrjú tímabil og á Íslandsmeistarasumrinu 2017 þá var hún með 19 mörk og 9 stoðsendingar í 18 leikjum.

Eftir leikinn á skiptust þær Glódís Perla og Karólína Lea á treyjum við þær Stephany Mayor og Bianca Sierra og mynd af þeim saman birtist á samfélagsmiðlum kvennaliðs Bayern eins og sjá má hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×