PAOK vann góðan sigur á Panathinaikos í bikarkeppninni í Grikklandi á dögunum. Sverrir Ingi og félagar gerðu gott betur í kvöld þegar þeir unnu magnaðan 3-0 útisigur. Sverrir Ingi bar fyrirliðabandið líkt og undanfarið, spilaði allan leikinn og nældi sér í gult spjald á 65. mínútu leiksins.
#Photos , 0-3 #PAOPAOK #slgr pic.twitter.com/X1eaPdJTIJ
— PAOK FC (@PAOK_FC) January 22, 2023
Samúel Kári Friðjónsson og Viðar Örn Kjartansson voru í byrjunarliði Atromitos þegar Olympiacos kom í heimsókn. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahópi gestanna.
Samúel Kári skoraði eina mark Atromitos í 1-1 jafntefli en báðir Íslendingarnir voru teknir af velli á 82. mínútu.
Þegar 19 umferðir eru búnar er Panathinaikos með 45 stig í efsta sæti. PAOK er í 3. sæti með 39 stig. Olympiacos er sæti neðar með jafn mörg stig á meðan Atromitos er með 24 stig í 7. sæti.