Hafa nú verið í vélinni í um tólf klukkustundir Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2023 12:19 Flugvélinni var lent í slæmu veðri. Myndin er úr safni, líkt og áhugamenn um flug sjá. Vísir/Vilhelm Farþegar í flugi Icelandair frá New York í nótt hafa nú varið um tólf klukkustundum um borð í flugvélinni, þar af sex á flugbraut í Keflavík. Einn farþeganna segir stemninguna í vélinni merkilega góða miðað við aðstæður. Aftakaveður og glerhálka er á Keflavíkurflugvelli, sem hefur orðið til þess að ekki hefur verið unnt að tæma flugvélar sem lentu þar í morgun. Helga Hlín Hákonardóttir er einn farþega í flugi Icelandair sem fór frá New York í nótt. Vélin lenti um sexleytið í morgun eftir um sex klukkustunda flug. Það gerir um hálfan sólarhring um borð í flugvélinni. Hún segir í samtali við Vísi að í þann mund sem vélinni var lent hafi gert mikið kóf og því séu farþegar ánægðir með að hafa náð að lenda yfir höfuð. Síðan hafi það gerst að önnur flugvél hafi þverað flugbrautina eftir að hafa fokið til í hálkunni. Það hafi gert það að verkum að vélin tafðist á leið sinni að flugstöðinni. Rúntuðu um í hálftíma Þá hafi flugvélinni verið ekið um flugvöllinn í um hálftíma þar til ljóst var að ekki yrði unnt að koma henni að flugstöðinni. Síðan þá hefur vélin setið kyrr. Helga Hlín segir að farþegar séu samstilltir í þeirri skoðun að um óviðráðanlegar aðstæður sé að ræða og áhöfn vélarinnar standi sig með mikilli prýði. Hins vegar segir hún það ákveðið ergelsi að flugvöllurinn hafi ekki verið sandaður í tæka tíð þegar lá fyrir að hált og hvasst yrði á vellinum. Farþegar rólegir Helga Hlín segir að farþegar séu ótrúlega rólegir miðað við biðina löngu og flugliðar sömuleiðis. Hún segir nokkur börn vera um borð og að farþegar vinni saman að því að hafa ofan af fyrir þeim. Varla hafi heyrst í þeim allar klukkustundirnar sex. Hún segir þó að biðin sé að verða erfið þeim farþegum sem glíma við líkamlega kvilla og eiga erfitt með kyrrsetuna. Þarf að komast norður í brúðkaup á morgun Helga Hlín segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hvenær verður unnt að rýma flugvélina en að farþegar hafi verið ánægðir með að lesa að björgunarsveitir væru komnar í málið. Þá segir hún einnig óvissu vera uppi um það hvað tekur við þegar úr vélinni er komið. Hvort Reykjanesbrautin haldist opin og þar fram eftir götum. Sjálf þarf hún að komast norður til Akureyrar sem allra fyrst enda stendur til að dóttir hennar gifti sig þar á morgun. Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Aftakaveður og glerhálka er á Keflavíkurflugvelli, sem hefur orðið til þess að ekki hefur verið unnt að tæma flugvélar sem lentu þar í morgun. Helga Hlín Hákonardóttir er einn farþega í flugi Icelandair sem fór frá New York í nótt. Vélin lenti um sexleytið í morgun eftir um sex klukkustunda flug. Það gerir um hálfan sólarhring um borð í flugvélinni. Hún segir í samtali við Vísi að í þann mund sem vélinni var lent hafi gert mikið kóf og því séu farþegar ánægðir með að hafa náð að lenda yfir höfuð. Síðan hafi það gerst að önnur flugvél hafi þverað flugbrautina eftir að hafa fokið til í hálkunni. Það hafi gert það að verkum að vélin tafðist á leið sinni að flugstöðinni. Rúntuðu um í hálftíma Þá hafi flugvélinni verið ekið um flugvöllinn í um hálftíma þar til ljóst var að ekki yrði unnt að koma henni að flugstöðinni. Síðan þá hefur vélin setið kyrr. Helga Hlín segir að farþegar séu samstilltir í þeirri skoðun að um óviðráðanlegar aðstæður sé að ræða og áhöfn vélarinnar standi sig með mikilli prýði. Hins vegar segir hún það ákveðið ergelsi að flugvöllurinn hafi ekki verið sandaður í tæka tíð þegar lá fyrir að hált og hvasst yrði á vellinum. Farþegar rólegir Helga Hlín segir að farþegar séu ótrúlega rólegir miðað við biðina löngu og flugliðar sömuleiðis. Hún segir nokkur börn vera um borð og að farþegar vinni saman að því að hafa ofan af fyrir þeim. Varla hafi heyrst í þeim allar klukkustundirnar sex. Hún segir þó að biðin sé að verða erfið þeim farþegum sem glíma við líkamlega kvilla og eiga erfitt með kyrrsetuna. Þarf að komast norður í brúðkaup á morgun Helga Hlín segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hvenær verður unnt að rýma flugvélina en að farþegar hafi verið ánægðir með að lesa að björgunarsveitir væru komnar í málið. Þá segir hún einnig óvissu vera uppi um það hvað tekur við þegar úr vélinni er komið. Hvort Reykjanesbrautin haldist opin og þar fram eftir götum. Sjálf þarf hún að komast norður til Akureyrar sem allra fyrst enda stendur til að dóttir hennar gifti sig þar á morgun.
Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira