Innlent

Á­skrifandi níu milljónum ríkari

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Það er nú ekki á hverjum degi sem fólk vinnur í lottó.
Það er nú ekki á hverjum degi sem fólk vinnur í lottó. Vísir/Vilhelm

Það greinilega borgar sig stundum að vera í áskrift af lottómiðum. Það var áskifandi sem vann níu milljónir íslenskra króna í lottópotti kvöldsins. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Ekki kemur fram hversu lengi einstaklingurinn hafði verið í áskrift áður en að lukkan féll í hans hag.

Þá reyndist potturinn lukkulegur fyrir fleiri en fjórir skiptu með sér öðrum vinningi og fengu 105 þúsund krónur í sinn hlut. Einn miðanna var keyptur á N1 á Leiruvegi norður í landi.  Ekki fylgir sögunni hvort Norðlendingurinn heppni hafi keypt sér Eyfirðing með öllu, það er, pylsu með öllu og rauðkáli fyrir vinningsféð. 

Einnig hlutu tveir annan vinning í Jókernum og fá þeir 100 þúsund krónur hvor.

Uppfært klukkan 22:22: 

Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að miðinn með fyrsta vinning hefði verið keyptur á Leiruvegi. Það var rangt og hefur fréttinni verið uppfærð samkvæmt því. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×