Fótbolti

Hjörtur og félagar misstu frá sér sigurinn í uppbótartíma

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Pisa þurftu að sætta sig við grátlegt jafntefli í dag.
Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Pisa þurftu að sætta sig við grátlegt jafntefli í dag. Giuseppe Cottini/Getty Images

Hjörtur Hemannsson og félagar hans í Pisa þurftu að sætta sig við 2-2 jafntefli er liðið heimsótti Como í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag. Gestirnir voru með unninn leik í höndunum en misstu frá sér tvö stig á ögurstundu.

Hjörtur var í byrjunarliði Pisa og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar. Það voru þó heimamenn sem tóku forystuna snemma leiks og fengu tækifæri til að tvöfalda hana af vítapunktinum á 38. mínútu, en misnotuðu spyrnuna.

Hjörtur og félagar jöfnuðu svo metin stuttu fyrir hálfleik og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Gestirnir í Pisa náðu svo forystunni þegar aðeins sjö mínútur voru til leiksloka og virtust ætla að sigla sigrinum heim. Heimamenn gáfust þó ekki upp og jöfnuðu metin á fimmtu mínútu uppbótartíma og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.

Pisa situr nú í sjötta sæti ítölsku B-deildarinnar með 30 stig eftir 21 leik og er enn í harðri baráttu um umspilssæti um laust sæti í ítölsku A-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×