Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Borgin mun fara ofan í kjölinn á miklum leka á glænýju þaki Fossvogsskóla í gær. Skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds segir lekann mikil vonbrigði en hefur ekki áhyggjur af því að mygla hreiðri um sig. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12, förum yfir asahlákuverkefni slökkviliðs í nótt og veðurviðvaranir sem væntanlegar eru í kvöld.

Framkvæmdastjóri Hauka segir mikil vonbrigði að byggingarleyfi fyrir nýju knatthúsi á Ásvöllum hafi verið fellt úr gildi. Ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála setur áframhaldandi uppbyggingu svæðis félagsins í uppnám.

Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Hópurinn, sem sakaður hefur verið um hryllileg voðaverk, verður beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hans á heimsvísu.

Þá fjöllum við um fyrirhugaða uppbyggingu fangelsisins á Litla-Hrauni og kynnum okkur keppanda í írsku undankeppni Eurovision, sem hefur algjörlega stolið senunni - og raunar reitt marga til reiði. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×