Fimmtán stig dregin af Juventus fyrir brot á félagsskiptareglum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2023 23:42 Stjórn Juventus sagði af sér í nóvember á seinasta ári í tengslum við málið. Daniele Badolato - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images Fimmtán stig hafa verið dregin af ítalska stórliðinu Juventus fyrir alvarleg brot á félagsskiptareglum ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ítalska knattspyrnusambandinu, en Juventus var til rannsóknar vegna ásakana um að hagræða bókhaldi sínu og faldar greiðslur til leikmanna. Serie A’s FIGC Prosecutor has ruled that Juventus will be given a -15 point deduction as result of the “Plusvalenza Case”, club’s capital gain violations 🚨 #Juventus— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2023 Refsingin er gefin út eftir að stjórn félagsins eins og hún lagði sig sagði af sér í nóvember á síðasta ári. Þá hefur Andrea Agnelli, fyrrverandi forseti Juventus, verið dæmdur í tveggja ára bann af ítalska knattspyrnusambandinu. Juventus hefur neitað ásökunum og búist er við að félagið áfrýi ákvörðuninni. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í kjölfar þess að stjórnin sagði af sér kom fram að ástæða afsagnarinnar væari „talin vera í þágu félagslegra hagsmuna.“ Fabio Paratici, fyrrum yfirmaður íþróttamála félagsins og núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham, hefur einnig verið dæmdur í 30 mánaða bann. Félagið var upphaflega sýknað af ásökununum í apríl 2022, en málið var tekið upp að nýju í desember sama ár. Rannsóknin snéri að tekjum af skráningarrétti leikmanna á árunum 2019 til 2021. Félagið bað þá leikmenn um að gefa eftir fjögurra mánaða laun til að hjálpa rekstri félagsins í kórónuveirufaraldrinum, en í raun gáfu þeir aðeins eftir eins mánaðar laun. Juventus gat þá borgað restina svart og þannig sloppið við að greiða skatta. Juventus sat í þriðja sæti deildarinnar áður en stigin voru dregin af þeim. Liðið var með 37 stig, tíu stigum á eftir toppliði Napoli, en situr nú í tíunda sæti með aðeins 22 stig. Næsti deildarleikur Juventus er á morgun gegn Atalanta. Ítalski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ítalska knattspyrnusambandinu, en Juventus var til rannsóknar vegna ásakana um að hagræða bókhaldi sínu og faldar greiðslur til leikmanna. Serie A’s FIGC Prosecutor has ruled that Juventus will be given a -15 point deduction as result of the “Plusvalenza Case”, club’s capital gain violations 🚨 #Juventus— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2023 Refsingin er gefin út eftir að stjórn félagsins eins og hún lagði sig sagði af sér í nóvember á síðasta ári. Þá hefur Andrea Agnelli, fyrrverandi forseti Juventus, verið dæmdur í tveggja ára bann af ítalska knattspyrnusambandinu. Juventus hefur neitað ásökunum og búist er við að félagið áfrýi ákvörðuninni. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í kjölfar þess að stjórnin sagði af sér kom fram að ástæða afsagnarinnar væari „talin vera í þágu félagslegra hagsmuna.“ Fabio Paratici, fyrrum yfirmaður íþróttamála félagsins og núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham, hefur einnig verið dæmdur í 30 mánaða bann. Félagið var upphaflega sýknað af ásökununum í apríl 2022, en málið var tekið upp að nýju í desember sama ár. Rannsóknin snéri að tekjum af skráningarrétti leikmanna á árunum 2019 til 2021. Félagið bað þá leikmenn um að gefa eftir fjögurra mánaða laun til að hjálpa rekstri félagsins í kórónuveirufaraldrinum, en í raun gáfu þeir aðeins eftir eins mánaðar laun. Juventus gat þá borgað restina svart og þannig sloppið við að greiða skatta. Juventus sat í þriðja sæti deildarinnar áður en stigin voru dregin af þeim. Liðið var með 37 stig, tíu stigum á eftir toppliði Napoli, en situr nú í tíunda sæti með aðeins 22 stig. Næsti deildarleikur Juventus er á morgun gegn Atalanta.
Ítalski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira