Innlent

Grímur skipaður lög­reglu­stjóri á Suður­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Grímur Hergeirsson hefur verið settur lögreglustjóri á Suðurlandi síðan 1. júlí 2022.
Grímur Hergeirsson hefur verið settur lögreglustjóri á Suðurlandi síðan 1. júlí 2022. Stjr

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Grím Hergeirsson í embætti lögreglustjóra á Suðurlandi frá 1. apríl næstkomandi. Grímur hefur verið settur lögreglustjóri á Suðurlandi síðan 1. júlí 2022.

Frá þessu segir á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Grímur hafi jafnframt gegnt starfi sem lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, en staða lögreglustjórans í Vestmannaeyjum hefur nú verið auglýst og er umsóknarfrestur til 4. febrúar. Skipað verður í þá stöðu frá og með 1. apríl næstkomandi.

„Grímur Hergeirsson hóf störf hjá lögreglunni í Reykjavík 1996 og var hjá lögreglunni á Selfossi 1997-2000. Árið 2001 var hann kennari við Lögregluskóla ríkisins. Á árunum 2002-2004 var hann rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Selfossi en varðstjóri í almennri deild síðasta árið. Á árunum 2005-2007 vann Grímur hjá Sveitarfélaginu Árborg, sem verkefnastjóri íþrótta-, forvarna og menningarmála. 

Frá útskrift 2009 til 2014 var Grímur starfandi lögmaður í samstarfi við aðra. Hann var löglærður fulltrúi í um 9 mánuði hjá sýslumanninum á Selfossi á árunum 2014-2015. Árið 2015 færði hann sig til lögreglustjórans á Suðurlandi og var fyrst rannsóknarlögreglumaður, síðar löglærður fulltrúi ákærusviðs, en frá 2017 staðgengill lögreglustjóra og yfirmaður ákærusviðs embættisins. 

Grímur var settur lögreglustjóri á árinu 2020, fyrst á Suðurlandi og síðan á Suðurnesjum en frá nóvember 2020 hefur hann verið skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og frá júlí á síðasta ári verið settur lögreglustjóri á Suðurlandi. Eins og áður sagði hefur staða lögreglustjórans í Vestmannaeyjum nú verið auglýst,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.