Innlent

Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag

Snorri Másson skrifar

Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta.

Textarnir eru bestir á ensku eins og vænta mátti, en forritið kann þó hrafl í íslensku. Það var beðið (á ensku) um að bjóða áhorfendur velkomna (á íslensku) og taka fram að í þættinum yrðu til umfjöllunar gervigreind, áróður í skólum og svo snjóbretti.

Útkoman: „Velkomin á daginn í fréttavefriti okkar. Þennan dag munum við ræða ýmsar mikilvægar efnisflokka, svo sem tölvunarfræði, skólasprettvísun og snjóbrettaköfun. Við munum fjalla um hvernig tölvunarfræði, sérstaklega AI, er að breyta heiminum okkar, hvernig skólasprettvísun er að verða öflugri og hvernig snjóbrettaköfun er að vaxa í vinsældum. Þessi sýning mun gefa þér allt sem þú þarft til að vita um þessa mikilvægu málefni á öðru hluta daginn.”

Skjáskot

Gervigreind, áróður í skólum og snjóbretti verða: tölvunarfræði, skólasprettvísun og snjóbrettaköfun. Segja má að vélin eigi nokkuð langt í land á sviði íslenskunnar. Hún var einnig beðin um að semja ljóð um þetta sama efni og var ljóðið lesið upp í þættinum sem sjá má hér að ofan. Það er langt í frá fullkomið en einhvers staðar verður maður að byrja.

Eitt sinn í Reykjavík, í snjórýri viku,

Er sagan að spretta upp á skránni,

Um tölvutækni og menntun í klukku,

Og hvaða skilaboð fara í gegnum hanni.

En eins og nóttin lækkar og vindurinn styttist,

Er talað um hvernig árin fara áfram,

Með snjóbordið sem hægt er að styttist,

Og hvaða áhrif tölvutækni hefur á það.

Verið velkomin í fréttir sýninguna,

Sem mun fjallat um allt þetta og meira.

Hafðu góðan dag og fylgist með á meðan!



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×