Innlent

Loka verslunum Góða hirðisins og hefja flutning í nýtt húsnæði

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Verslunin í Fellsmúla lokar eftir mánuð. 
Verslunin í Fellsmúla lokar eftir mánuð.  Vísir/Sigurjón

Verslanir Góða hirðisins á Hverfisgötu og Fellsmúla munu sameinast í nýju húsnæði á Köllunarklettsvegi á næstunni. Verslunin á Hverfisgötu mun loka þann 31. janúar og verslunin í Fellsmúla lokar þann 20. febrúar. Þá mun netverslunin loka alfarið. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Sorpu en tilkynnt var um flutninginn í febrúar í fyrra. Var það ákveðið þar sem Góði hirðirinn hafi vaxið mikið undanfarin ár með aukinni áherslu á endurnotkun og minni sóun.

„Í nýju og stærra húsnæði mun verða meira rými sem skapar aukna möguleika á að finna notuðum hlutum nýtt heimili og þar með lengja líftíma þeirra í takt við tilgang og markmið hringrásarahagkerfisins,“ segir í tilkynningunni í dag. 

Upprunalega var stefnt að flutningum þann 1. janúar en það dregist eitthvað. Nú hefur tímasetning verið ákveðin og verða sérstakir tilboðsdagar í öllum verslunum fyrir flutninganna þar sem allur ágóði af sölu á Hverfisgötu mun renna til góðgerðarmála. Netverslun verður þá lokað vegna breytinga og flutninga. 

Rýmið á Köllunarklettsvegi, húsnæði gömlu Kassagerðarinnar, er samkvæmt upplýsingum frá Sorpu um tvöfalt stærra en húsnæðið í Fellsmúla. Samhliða flutningi verslananna munu skrifstofur Sorpu flytjast í sama húsnæði. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×