Luis Suarez með þrennu í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2023 15:30 Luis Suarez var sáttur með þrennu í fyrsta leik með Gremio liðinu. AP/Wesley Santos Luis Suarez var fljótur að minna á sig í fyrsta leik sínum með brasilíska félaginu Gremio. Úrúgvæinn þreytti frumraun sína í gær og skoraði þrennu á aðeins 38 mínútum í 4-1 sigri Gremio á Sao Luiz en með því tryggði liðið sér sigur í Recopa Gaucha ofurbikarnum. Contento de debutar en este Estadio increible y con el apoyo de nuestra torcida! Ganar y poder ayudar a @Gremio me deja muy feliz! pic.twitter.com/vo5NikXQ5u— Luis Suárez (@LuisSuarez9) January 18, 2023 Hinn 35 ára gamli fyrrum leikmaður Liverpool og Barcelona gekk frá samningum við brasilíska félagið eftir heimsmeistaramótið í Katar. Hann hafði spilað í nokkra mánuði með æskufélagi sínu Nacional og hjálpað því að verða meistarar í Úrúgvæ en ákvað að leita á nýjar slóðir og skrifa undir tveggja ára samning við Gremio. Gremio hefur aðsetur í suður Brasilíu og er ekki langt frá landamærunum við Úrúgvæ. Suarez skoraði meðal annars með laglegri vippu yfir markvörðinn og svo annað mark með viðstöðulausu skoti. „Ég held að þetta sé besta frumraun mín með félagi en síðast skoraði ég í fyrsta leik með Atletico Madrid,“ sagði Luis Suarez við Sportv eftir leik. Full story:https://t.co/rjdUPnd1cR— SPORTbible (@sportbible) January 18, 2023 Suarez skoraði öll mörkin sín í fyrri hálfleiknum og fór af velli þegar aðeins fjórtán mínútur voru liðnar af þeim síðar. „Hann gæti ekki hafa byrjað betur. Stuðningsmennirnir trúa á hann og það gerum við líka. Hann sýndi okkur af hverju hann er kominn hingað. Hann komst líka fljótt inn í hópinn af því að hann er mjög jarðbundinn einstaklingur. Hann vill bara vera eins og allir hinir,“ sagði Renato, þjálfari Gremio. He might be 35 but Luis Suárezhas still got it. This is his debut hat-trick for Grêmio. @TNTSportsBR pic.twitter.com/TSkMei9a7T— Football Tweet (@Football__Tweet) January 18, 2023 Fótbolti Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
Úrúgvæinn þreytti frumraun sína í gær og skoraði þrennu á aðeins 38 mínútum í 4-1 sigri Gremio á Sao Luiz en með því tryggði liðið sér sigur í Recopa Gaucha ofurbikarnum. Contento de debutar en este Estadio increible y con el apoyo de nuestra torcida! Ganar y poder ayudar a @Gremio me deja muy feliz! pic.twitter.com/vo5NikXQ5u— Luis Suárez (@LuisSuarez9) January 18, 2023 Hinn 35 ára gamli fyrrum leikmaður Liverpool og Barcelona gekk frá samningum við brasilíska félagið eftir heimsmeistaramótið í Katar. Hann hafði spilað í nokkra mánuði með æskufélagi sínu Nacional og hjálpað því að verða meistarar í Úrúgvæ en ákvað að leita á nýjar slóðir og skrifa undir tveggja ára samning við Gremio. Gremio hefur aðsetur í suður Brasilíu og er ekki langt frá landamærunum við Úrúgvæ. Suarez skoraði meðal annars með laglegri vippu yfir markvörðinn og svo annað mark með viðstöðulausu skoti. „Ég held að þetta sé besta frumraun mín með félagi en síðast skoraði ég í fyrsta leik með Atletico Madrid,“ sagði Luis Suarez við Sportv eftir leik. Full story:https://t.co/rjdUPnd1cR— SPORTbible (@sportbible) January 18, 2023 Suarez skoraði öll mörkin sín í fyrri hálfleiknum og fór af velli þegar aðeins fjórtán mínútur voru liðnar af þeim síðar. „Hann gæti ekki hafa byrjað betur. Stuðningsmennirnir trúa á hann og það gerum við líka. Hann sýndi okkur af hverju hann er kominn hingað. Hann komst líka fljótt inn í hópinn af því að hann er mjög jarðbundinn einstaklingur. Hann vill bara vera eins og allir hinir,“ sagði Renato, þjálfari Gremio. He might be 35 but Luis Suárezhas still got it. This is his debut hat-trick for Grêmio. @TNTSportsBR pic.twitter.com/TSkMei9a7T— Football Tweet (@Football__Tweet) January 18, 2023
Fótbolti Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira