Innlent

Bein út­sending: Hvernig þjónum við veg­far­endum á veturna?

Atli Ísleifsson skrifar
Snjómokstur á Suðurlandsvegi. Stöðugt er verið að kalla eftir aukinni þjónustu við vegakerfið að vetri. Atvinnusókn á landsbyggðinni hefur breyst og fólk sækir í meiri mæli vinnu milli bæjarfélaga.
Snjómokstur á Suðurlandsvegi. Stöðugt er verið að kalla eftir aukinni þjónustu við vegakerfið að vetri. Atvinnusókn á landsbyggðinni hefur breyst og fólk sækir í meiri mæli vinnu milli bæjarfélaga. Vísir/Vilhelm

Fyrirkomulag vetrarþjónustu og starfsemi vaktstöðvar Vegagerðarinnar verða til umfjöllunar á morgunfundi Vegagerðarinnar sem fram fer milli klukkan 9 og 10:15.

Á fundinum munu fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja lýsa reynslu sinni af starfseminni um vetur á Íslandi. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að stöðugt sé kallað eftir aukinni þjónustu við vegakerfið að vetri. Atvinnusókn á landsbyggðinni hafi breyst og fólk sæki í meiri mæli vinnu milli bæjarfélaga.

„Þessi samfélagsbreyting kallar á aukna þjónustu við vegakerfið. Miklu skiptir einnig að afurðir og vörur komist klakklaust milli landshluta, þrátt fyrir hálku og fannfergi. Aukinni áherslu á vetrarferðamennsku fylgja einnig nýjar áskoranir.

Vegagerðin sinnir vetrarþjónustu á stórum hluta vegakerfis landsins . Þessum morgunfundi er ætlað að útskýra hvernig vetrarþjónustan fer fram og fá fram fleiri sjónarmið á þá þörf sem er fyrir vetrarþjónustu í þjóðfélaginu,“ segir í tilkynningunni.

Dagskrá fundarins:

  • Opnun fundar Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.
  • Fyrirkomulag vetrarþjónustunnar. Einar Pálsson, forstöðumaður vegaþjónustu Vegagerðarinnar.
  • Á vaktinni – starfsemi vaktstöðvar. Árni Gísli Árnason, forstöðumaður vöktunar og upplýsinga hjá Vegagerðinni.
  • Vetrarþjónusta – hópbifreiðar Harald Teitsson, framkvæmdastjóri Teits Jónassonar.
  • Vetrarþjónusta – Eru bílaleigubílar fyrir? - Ingi Heiðar Bergþórsson, framkvæmdastjóri þjónustu- og starfsmannasviðs Hertz – Bílaleigu Flugleiða.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×