Köfnunardíoxíðsmengun tvöfalt meiri fyrstu tvær vikurnar en má á heilu ári Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2023 23:11 Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum segir bílana spila stærstan þátt í þessari mengun. Vísir/Sigurjón Styrkur köfnunardíoxíðs hefur farið tvöfalt oftar yfir klukkustundarmörk á fyrstu tveimur vikum janúar en hann á að gera á heilu ári. Sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að búast megi áfram við mikilli mengun næstu daga. Frá upphafi árs hefur loftmengun í borginni sprengt alla skala. Styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, hefur fjörutíu sinnum farið yfir klukkustundarheilsuverndarmörk frá ársbyrjun. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári. „Í raun kannski gerist ekkert stórt strax en ef land eða sveitarfélag fer yfir þessi mörk þarf að gera áætlun um hvernig við ætlum að minnka þetta,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Umferðin hérna er að valda þessari mengun fyrst og fremst og dísilbílarnir spila þar mjög stór hlutverk. Meirihlutinn af þessu kemur frá dísilbílum.“ Loftgæðin eru sérstaklega slæm við stórar umferðargötur.Vísir/Sigurjón Í dag mældist mengunin mest við Grensásveg en þar mælist mengunin iðulega mest, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Sama var uppi á teningnum í dag en er það bara vegna umferðarþungans við Grensásveg sem mengunin mælist svona mikil? „Já, þessi mælistöð hérna við Grensásveg er viljandi sett niður hér þar sem er mikil umferð og þar af leiðandi mikil mengun, til að fá upplýsingar um mikið mengaðan stað í borginni,“ segir Þorsteinn. Mælar á öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu eins og við Vesturbæjarlaug, Úlfarsárdal, Laugarnes og Dalsmára, mæli yfirleitt ekki svo mikla mengun. Köfnunardíoxíð mældist sérstaklega mikið í dag.Vísir/Sigurjón „Það munar um hverja tíu metra sem þú ferð frá götu og þegar þú ert kominn í svona 200 metra fjarlægð eru áhrifin frá þeirri götu eiginlega alveg horfin og bara orðin einhver bakgrunnsmengun,“ segir Þorsteinn. Mikið frost og stilla á að vera næstu daga og má því búast áfram við mikilli mengun. „Þegar vindurinn er undir 2 m/s nær mengunin að safnast upp. Um leið og þú ert kominn upp í 3-4 m/s fer vindurinn að sjá um að hreinsa þetta burtu. Og það er það sem reddar okkur yfirleitt: Vindurinn, rokið.“ Veður Loftgæði Umferð Reykjavík Tengdar fréttir Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16 Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25 Þurfi drastískar aðgerðir til að mengunardauðsföll fari niður fyrir fimm fyrir 2029 Þingmaður Pírata hefur kallað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna mikillar loftmengunar á fyrstu dögum ársins. Hann segir um að ræða lýðheilsumál sem stjórnvöld hafi ekki brugðist við af nógu mikilli hörku. 7. janúar 2023 13:01 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Frá upphafi árs hefur loftmengun í borginni sprengt alla skala. Styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, hefur fjörutíu sinnum farið yfir klukkustundarheilsuverndarmörk frá ársbyrjun. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári. „Í raun kannski gerist ekkert stórt strax en ef land eða sveitarfélag fer yfir þessi mörk þarf að gera áætlun um hvernig við ætlum að minnka þetta,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Umferðin hérna er að valda þessari mengun fyrst og fremst og dísilbílarnir spila þar mjög stór hlutverk. Meirihlutinn af þessu kemur frá dísilbílum.“ Loftgæðin eru sérstaklega slæm við stórar umferðargötur.Vísir/Sigurjón Í dag mældist mengunin mest við Grensásveg en þar mælist mengunin iðulega mest, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Sama var uppi á teningnum í dag en er það bara vegna umferðarþungans við Grensásveg sem mengunin mælist svona mikil? „Já, þessi mælistöð hérna við Grensásveg er viljandi sett niður hér þar sem er mikil umferð og þar af leiðandi mikil mengun, til að fá upplýsingar um mikið mengaðan stað í borginni,“ segir Þorsteinn. Mælar á öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu eins og við Vesturbæjarlaug, Úlfarsárdal, Laugarnes og Dalsmára, mæli yfirleitt ekki svo mikla mengun. Köfnunardíoxíð mældist sérstaklega mikið í dag.Vísir/Sigurjón „Það munar um hverja tíu metra sem þú ferð frá götu og þegar þú ert kominn í svona 200 metra fjarlægð eru áhrifin frá þeirri götu eiginlega alveg horfin og bara orðin einhver bakgrunnsmengun,“ segir Þorsteinn. Mikið frost og stilla á að vera næstu daga og má því búast áfram við mikilli mengun. „Þegar vindurinn er undir 2 m/s nær mengunin að safnast upp. Um leið og þú ert kominn upp í 3-4 m/s fer vindurinn að sjá um að hreinsa þetta burtu. Og það er það sem reddar okkur yfirleitt: Vindurinn, rokið.“
Veður Loftgæði Umferð Reykjavík Tengdar fréttir Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16 Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25 Þurfi drastískar aðgerðir til að mengunardauðsföll fari niður fyrir fimm fyrir 2029 Þingmaður Pírata hefur kallað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna mikillar loftmengunar á fyrstu dögum ársins. Hann segir um að ræða lýðheilsumál sem stjórnvöld hafi ekki brugðist við af nógu mikilli hörku. 7. janúar 2023 13:01 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16
Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25
Þurfi drastískar aðgerðir til að mengunardauðsföll fari niður fyrir fimm fyrir 2029 Þingmaður Pírata hefur kallað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna mikillar loftmengunar á fyrstu dögum ársins. Hann segir um að ræða lýðheilsumál sem stjórnvöld hafi ekki brugðist við af nógu mikilli hörku. 7. janúar 2023 13:01