Köfnunardíoxíðsmengun tvöfalt meiri fyrstu tvær vikurnar en má á heilu ári Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2023 23:11 Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum segir bílana spila stærstan þátt í þessari mengun. Vísir/Sigurjón Styrkur köfnunardíoxíðs hefur farið tvöfalt oftar yfir klukkustundarmörk á fyrstu tveimur vikum janúar en hann á að gera á heilu ári. Sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að búast megi áfram við mikilli mengun næstu daga. Frá upphafi árs hefur loftmengun í borginni sprengt alla skala. Styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, hefur fjörutíu sinnum farið yfir klukkustundarheilsuverndarmörk frá ársbyrjun. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári. „Í raun kannski gerist ekkert stórt strax en ef land eða sveitarfélag fer yfir þessi mörk þarf að gera áætlun um hvernig við ætlum að minnka þetta,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Umferðin hérna er að valda þessari mengun fyrst og fremst og dísilbílarnir spila þar mjög stór hlutverk. Meirihlutinn af þessu kemur frá dísilbílum.“ Loftgæðin eru sérstaklega slæm við stórar umferðargötur.Vísir/Sigurjón Í dag mældist mengunin mest við Grensásveg en þar mælist mengunin iðulega mest, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Sama var uppi á teningnum í dag en er það bara vegna umferðarþungans við Grensásveg sem mengunin mælist svona mikil? „Já, þessi mælistöð hérna við Grensásveg er viljandi sett niður hér þar sem er mikil umferð og þar af leiðandi mikil mengun, til að fá upplýsingar um mikið mengaðan stað í borginni,“ segir Þorsteinn. Mælar á öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu eins og við Vesturbæjarlaug, Úlfarsárdal, Laugarnes og Dalsmára, mæli yfirleitt ekki svo mikla mengun. Köfnunardíoxíð mældist sérstaklega mikið í dag.Vísir/Sigurjón „Það munar um hverja tíu metra sem þú ferð frá götu og þegar þú ert kominn í svona 200 metra fjarlægð eru áhrifin frá þeirri götu eiginlega alveg horfin og bara orðin einhver bakgrunnsmengun,“ segir Þorsteinn. Mikið frost og stilla á að vera næstu daga og má því búast áfram við mikilli mengun. „Þegar vindurinn er undir 2 m/s nær mengunin að safnast upp. Um leið og þú ert kominn upp í 3-4 m/s fer vindurinn að sjá um að hreinsa þetta burtu. Og það er það sem reddar okkur yfirleitt: Vindurinn, rokið.“ Veður Loftgæði Umferð Reykjavík Tengdar fréttir Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16 Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25 Þurfi drastískar aðgerðir til að mengunardauðsföll fari niður fyrir fimm fyrir 2029 Þingmaður Pírata hefur kallað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna mikillar loftmengunar á fyrstu dögum ársins. Hann segir um að ræða lýðheilsumál sem stjórnvöld hafi ekki brugðist við af nógu mikilli hörku. 7. janúar 2023 13:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Frá upphafi árs hefur loftmengun í borginni sprengt alla skala. Styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, hefur fjörutíu sinnum farið yfir klukkustundarheilsuverndarmörk frá ársbyrjun. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári. „Í raun kannski gerist ekkert stórt strax en ef land eða sveitarfélag fer yfir þessi mörk þarf að gera áætlun um hvernig við ætlum að minnka þetta,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Umferðin hérna er að valda þessari mengun fyrst og fremst og dísilbílarnir spila þar mjög stór hlutverk. Meirihlutinn af þessu kemur frá dísilbílum.“ Loftgæðin eru sérstaklega slæm við stórar umferðargötur.Vísir/Sigurjón Í dag mældist mengunin mest við Grensásveg en þar mælist mengunin iðulega mest, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Sama var uppi á teningnum í dag en er það bara vegna umferðarþungans við Grensásveg sem mengunin mælist svona mikil? „Já, þessi mælistöð hérna við Grensásveg er viljandi sett niður hér þar sem er mikil umferð og þar af leiðandi mikil mengun, til að fá upplýsingar um mikið mengaðan stað í borginni,“ segir Þorsteinn. Mælar á öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu eins og við Vesturbæjarlaug, Úlfarsárdal, Laugarnes og Dalsmára, mæli yfirleitt ekki svo mikla mengun. Köfnunardíoxíð mældist sérstaklega mikið í dag.Vísir/Sigurjón „Það munar um hverja tíu metra sem þú ferð frá götu og þegar þú ert kominn í svona 200 metra fjarlægð eru áhrifin frá þeirri götu eiginlega alveg horfin og bara orðin einhver bakgrunnsmengun,“ segir Þorsteinn. Mikið frost og stilla á að vera næstu daga og má því búast áfram við mikilli mengun. „Þegar vindurinn er undir 2 m/s nær mengunin að safnast upp. Um leið og þú ert kominn upp í 3-4 m/s fer vindurinn að sjá um að hreinsa þetta burtu. Og það er það sem reddar okkur yfirleitt: Vindurinn, rokið.“
Veður Loftgæði Umferð Reykjavík Tengdar fréttir Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16 Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25 Þurfi drastískar aðgerðir til að mengunardauðsföll fari niður fyrir fimm fyrir 2029 Þingmaður Pírata hefur kallað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna mikillar loftmengunar á fyrstu dögum ársins. Hann segir um að ræða lýðheilsumál sem stjórnvöld hafi ekki brugðist við af nógu mikilli hörku. 7. janúar 2023 13:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16
Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25
Þurfi drastískar aðgerðir til að mengunardauðsföll fari niður fyrir fimm fyrir 2029 Þingmaður Pírata hefur kallað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna mikillar loftmengunar á fyrstu dögum ársins. Hann segir um að ræða lýðheilsumál sem stjórnvöld hafi ekki brugðist við af nógu mikilli hörku. 7. janúar 2023 13:01