Fótbolti

Atletico Madrid tapaði stigum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sergio Reguilon fékk rauða spjaldið í dag.
Sergio Reguilon fékk rauða spjaldið í dag. Vísir/Getty

Atletico Madrid tapaði dýrmætum stigum í spænsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Almeria á útivelli.

Atletico er í harðri baráttu um fjórða sætið í spænsku úrvalsdeildinni en það er síðasta sætið sem gefur pláss í Meistaradeildinni að ári. Barcelona, Real Madrid og Real Betis eru búin að búa til smá bil niður til næstu liða og er Atletico eitt sex liða sem fylgja í kjölfarið í þéttum pakka.

Leikurinn byrjaði ágætlega fyrir Atletico Madrid í dag því Angel Correa kom liðinu yfir á 18.mínútu eftir sendingu frá Geoffrey Kondogbia. Almeria tókst þó að jafna fyrir hálfleik því á 37.mínútu skoraði El Bilal Toure eftir sendingu Lucas Robertone.

Í síðari hálfleik tókst hvorugu liðinu að skora og lauk því leiknum með jafntefli. Sergio Reguilon, fyrrum leikmaður Tottenham, fékk rautt spjald á 89.mínútu eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með skömmu millibili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×