Ætluðu að smygla til Íslands vegna þrefalt hærra götuverðs Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2023 12:47 Frá Stansted flugvelli. Tveir breskir karlmenn sem gripnir voru með umtalsvert magn af kókaíni á Stansted flugvelli á síðasta ári hugðust smygla efnunum til Íslands þar sem söluverðið er sagt vera þrefalt hærra en í Bretlandi. Annar þeirra er sagður vera umfangsmikill fíkniefnasali í Bretlandi og talið er að hann hafi haft áform um að færa út kvíarnar. Bradley Pryer, 24 ára og Cain Adams 23 ára voru á leið í flug til Keflavíkur frá Stansted flugvelli í apríl síðastliðnum. Fram kemur á vef My London News að fíkniefnaleitarhundar hafi merkt mennina tvo. Við nánari leit kom í ljós að þeir voru með efnin falin innvortis. Fram kemur að styrkleiki efnisins hafi verið hár og að götuverðið á efnunum í Bretlandi sé sex þúsund pund, rúmlega milljón íslenskar krónur. Wales Online fjallar einnig um málið. Málið var rannsakað af of Operation Venetic, teymi á vegum Scotland Yard og NCA (National Crime Agency) í Bretlandi. Rannsókn leiddi í ljós að Bradley Pryer hefur verið umfangsmikill á fíkniefnamarkaðnum í Bretlandi og átt samskipti við aðra sala í gegnum dulkóðaða samskiptaforritið EncroChat. Svo virðist sem að Bradley hafi verið höfuðpaurinn í að smygla efnunum til Íslands en fram kemur að fyrir handtökuna hafi hann reglulega verið í samskiptum við Robert Smith, dæmdan fíkniefnasmyglara. Skilaboð frá Bradley Pryer gáfu til kynna að uppi hafi verið áform um að smygla álíka magni til Íslands vikulega og með sama hætti, það er að segja með því að nota burðardýr. Svo virðist sem að Bradley hafi verið höfuðpaurinn í að smygla efnunum til Íslands Organised Crime Partnership / SWNS Reiðubúnir að fórna lífinu Mennirnir voru báðir ákærðir fyrir tilraun til fíkniefnainnflutnings og Bradley Pryer var þar að auki ákærður fyrir þrjú önnur fíkniefnabrot. Þeir játuðu báðir sök fyrir dómi í október síðastliðnum. Bradley Pryer hlaut 12 ára fangelsisdóm og Cain Adams hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Í yfirlýsingu sem gefin var út eftir dómsuppkvaðninguna sagði Andrew Tickner, fulltrúi Organised Crime Partnership að Bradley Pryer hefði skipulagt sölu á umtalsverðu magni af ólöglegum fíkniefnum, og væri þar að auki með umfangsmikil tengsl í undirheimunum. „Hann og Cain Adams voru meira að reiðubúnir að fórna lífinu með því að reyna að smygla kókaíni frá Bretlandi í von um aukinn gróða á Íslandi.“ Fylgni á milli neyslu og efnahags Þess má geta að samkvæmt verðkönnun SÁÁ frá því í júní á seinasta ári kostar slagið af kókaíni hér á landi 17.000 krónur. Í samtali við Morgunblaðið sagði Valgerðar Rúnarsdóttur, forstjóri Vogs að verðið réðist alfarið af framboði og eftirspurn og bersýnileg fylgni er milli neyslu kókaíns og efnahags. Verðbólgan smitast ekki yfir í fíkniefnamarkaðinn, enda fer hann ekki í gegnum neinar hefðbundnar boðleiðir þar sem hækkun launa, mannekla og hrávöruskortur hafa áhrif. Bretland Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Bradley Pryer, 24 ára og Cain Adams 23 ára voru á leið í flug til Keflavíkur frá Stansted flugvelli í apríl síðastliðnum. Fram kemur á vef My London News að fíkniefnaleitarhundar hafi merkt mennina tvo. Við nánari leit kom í ljós að þeir voru með efnin falin innvortis. Fram kemur að styrkleiki efnisins hafi verið hár og að götuverðið á efnunum í Bretlandi sé sex þúsund pund, rúmlega milljón íslenskar krónur. Wales Online fjallar einnig um málið. Málið var rannsakað af of Operation Venetic, teymi á vegum Scotland Yard og NCA (National Crime Agency) í Bretlandi. Rannsókn leiddi í ljós að Bradley Pryer hefur verið umfangsmikill á fíkniefnamarkaðnum í Bretlandi og átt samskipti við aðra sala í gegnum dulkóðaða samskiptaforritið EncroChat. Svo virðist sem að Bradley hafi verið höfuðpaurinn í að smygla efnunum til Íslands en fram kemur að fyrir handtökuna hafi hann reglulega verið í samskiptum við Robert Smith, dæmdan fíkniefnasmyglara. Skilaboð frá Bradley Pryer gáfu til kynna að uppi hafi verið áform um að smygla álíka magni til Íslands vikulega og með sama hætti, það er að segja með því að nota burðardýr. Svo virðist sem að Bradley hafi verið höfuðpaurinn í að smygla efnunum til Íslands Organised Crime Partnership / SWNS Reiðubúnir að fórna lífinu Mennirnir voru báðir ákærðir fyrir tilraun til fíkniefnainnflutnings og Bradley Pryer var þar að auki ákærður fyrir þrjú önnur fíkniefnabrot. Þeir játuðu báðir sök fyrir dómi í október síðastliðnum. Bradley Pryer hlaut 12 ára fangelsisdóm og Cain Adams hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Í yfirlýsingu sem gefin var út eftir dómsuppkvaðninguna sagði Andrew Tickner, fulltrúi Organised Crime Partnership að Bradley Pryer hefði skipulagt sölu á umtalsverðu magni af ólöglegum fíkniefnum, og væri þar að auki með umfangsmikil tengsl í undirheimunum. „Hann og Cain Adams voru meira að reiðubúnir að fórna lífinu með því að reyna að smygla kókaíni frá Bretlandi í von um aukinn gróða á Íslandi.“ Fylgni á milli neyslu og efnahags Þess má geta að samkvæmt verðkönnun SÁÁ frá því í júní á seinasta ári kostar slagið af kókaíni hér á landi 17.000 krónur. Í samtali við Morgunblaðið sagði Valgerðar Rúnarsdóttur, forstjóri Vogs að verðið réðist alfarið af framboði og eftirspurn og bersýnileg fylgni er milli neyslu kókaíns og efnahags. Verðbólgan smitast ekki yfir í fíkniefnamarkaðinn, enda fer hann ekki í gegnum neinar hefðbundnar boðleiðir þar sem hækkun launa, mannekla og hrávöruskortur hafa áhrif.
Bretland Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira