„Þarna er alveg ljóst að um veikindi einstaklings að ræða,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Hann segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um næstu skref í málinu af hálfu lögreglu.
Vísir greindi frá því í gær að karlmaður hafi gengið bersersksgang í Kringlunni og meðal annars slegið til viðskiptavina. Kona var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku eftir að maðurinn réðist á hana. Öryggisvörðum tókst að yfirbuga manninn og þurfti einn öryggisvörður að leita á sjúkrahús eftir átökin. Ásmundur gat ekki veitt frekari upplýsingar um líðan konunnar eða öryggisvarðarins.