Forráðamenn Chelsea voru staddir í til Antalya í Tyrklandi í gær þar sem gengið var frá formsatriðum varðandi félagaskipti Mudryk frá Shaktar Donetsk til Lundúnafélagsins.
Mudryk ferðaðist með forráðamönnum Chelsea aftur til London en hann verður staddur á leik liðsins gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á Stamford Bridge seinna í dag.
Gangi allt að óskum mun Mudryk fara aftur til Antalya og kveðja leikmenn og starfsmenn hjá uppeldisfélagi sínu áður en næsti kafli á ferli hans hefst.