Fótbolti

Alexandra og stöllur hennar steinlágu fyrir toppliðinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir. Gabriele Maltinti/Getty Images

Alexandra Jóhannsdóttir var í byrjunarliði Fiorentina sem tók á móti AS Roma í toppbaráttuslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Roma trónir á toppi deildarinnar en fimm stig voru á milli liðanna þegar kom að leik dagsins þar sem Fiorentina er í fjórða sæti deildarinnar.

Roma náði tveggja marka forystu á fyrstu sautján mínútum leiksins og ekki vænkaðist hagur Fiorentina þegar Milica Mijatovic, miðjumaður liðsins, fékk að líta rauða spjaldið á 41.mínútu.

Reyndar náði Fiorentina að minnka muninn í upphafi síðari hálfleiks en í kjölfarið tóku gestirnir öll völd, einum manni fleiri, og unnu leikinn að lokum 1-7.

Alexöndru var skipt af velli á 77.mínútu en þá var staðan 1-4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×