Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. janúar 2023 14:34 Gervigreindarspjallforritið ChatGPT kom út 30. nóvember sl. og hefur farið um snjallsíma fólks eins og eldur í sinu. Skólanemendur geta notað það til að leysa nánast hvaða vandamál eða verkefni sem er. Jakub Porzycki/Getty Images Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. Ár gervigreindarinnar Gervigreindin ryður sér hratt til rúms. Við sjáum hana dúkka upp út um allt. Árið 2022 var að mörgu leyti árið sem gervigreindin fór að blómstra fyrir alvöru, svo mikið að orðið „gervigreind“ var reyndar kosið orð ársins á Spáni. Og gervigreindarspjallforritið ChatGPT, sem dúkkaði upp undir lok síðasta árs, er nýjasta fyrirbrigðið sem allir eru að tala um núna og væntanlega næstu vikur og mánuði. ChatGPT spjallforritið kom út 30. nóvember. Fjórum dögum síðar var meira en ein milljón manna byrjuð að nota það. Skólayfirvöld hafa áhyggjur af heimanámi Og nú rúmum mánuði síðar óttast kennarar og skólastjórnendur að þetta forrit geti hreinlega rústað heimalærdómi nemenda. Því forritið getur á nokkrum augnablikum svarað nánast hvaða spurningum sem er, það gæti skrifað ritgerð fyrir þig um Shakespeare, Laxness eða hvern sem er, á ljóshraða, og jafnvel haft hana í bundnu máli ef þú biður um það, já eða sem rapptexta. Og forritið leysir flókin algebrudæmi áður en þú getur blikkað augunum. „Svona forrit geta verið mjög gagnleg við að efla sköpunargáfu nemenda,“ sagði Nuria Oliver, sérfræðingur í gervigreind í fréttum spænska ríkissjónvarpsins í gær. Margir nemendur víðsvegar um heiminn hafa tekið forritinu fagnandi og segja einfaldlega að þetta sé tækni sem ekki verði hægt að stöðva, en svo eru þeir sem óttast það að vélar geti vitað svona mikið. Forritið hefur verið bannað í mörgum skólum Forritið er komið undir smásjána nú þegar hjá menntamálayfirvöldum víða um heim. Nemendum í New York og Los Angeles hefur verið bannað að nota það í tímum, það hefur sömuleiðis verið bannað í háskólum í Ástralíu og Árósaháskóli hefur bannað notkun þess í prófum. Menntamálaráðuneyti Spánar er með forritið til skoðunar áður en það ákveður hvernig verði brugðist við notkun þess. Gervigreind Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5. janúar 2023 16:59 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Ár gervigreindarinnar Gervigreindin ryður sér hratt til rúms. Við sjáum hana dúkka upp út um allt. Árið 2022 var að mörgu leyti árið sem gervigreindin fór að blómstra fyrir alvöru, svo mikið að orðið „gervigreind“ var reyndar kosið orð ársins á Spáni. Og gervigreindarspjallforritið ChatGPT, sem dúkkaði upp undir lok síðasta árs, er nýjasta fyrirbrigðið sem allir eru að tala um núna og væntanlega næstu vikur og mánuði. ChatGPT spjallforritið kom út 30. nóvember. Fjórum dögum síðar var meira en ein milljón manna byrjuð að nota það. Skólayfirvöld hafa áhyggjur af heimanámi Og nú rúmum mánuði síðar óttast kennarar og skólastjórnendur að þetta forrit geti hreinlega rústað heimalærdómi nemenda. Því forritið getur á nokkrum augnablikum svarað nánast hvaða spurningum sem er, það gæti skrifað ritgerð fyrir þig um Shakespeare, Laxness eða hvern sem er, á ljóshraða, og jafnvel haft hana í bundnu máli ef þú biður um það, já eða sem rapptexta. Og forritið leysir flókin algebrudæmi áður en þú getur blikkað augunum. „Svona forrit geta verið mjög gagnleg við að efla sköpunargáfu nemenda,“ sagði Nuria Oliver, sérfræðingur í gervigreind í fréttum spænska ríkissjónvarpsins í gær. Margir nemendur víðsvegar um heiminn hafa tekið forritinu fagnandi og segja einfaldlega að þetta sé tækni sem ekki verði hægt að stöðva, en svo eru þeir sem óttast það að vélar geti vitað svona mikið. Forritið hefur verið bannað í mörgum skólum Forritið er komið undir smásjána nú þegar hjá menntamálayfirvöldum víða um heim. Nemendum í New York og Los Angeles hefur verið bannað að nota það í tímum, það hefur sömuleiðis verið bannað í háskólum í Ástralíu og Árósaháskóli hefur bannað notkun þess í prófum. Menntamálaráðuneyti Spánar er með forritið til skoðunar áður en það ákveður hvernig verði brugðist við notkun þess.
Gervigreind Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5. janúar 2023 16:59 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5. janúar 2023 16:59