Sókn vinnur leiki en vinnur vörn titla? Björn Már Ólafsson skrifar 13. janúar 2023 16:00 Hvor hefur betur í kvöld? Samsett/Getty Ítalska knattspyrnan er nú aftur farin á fleygiferð eftir langt og sorglegt hlé vegna heimsmeistarakeppninnar í Katar. Sorglegt auðvitað vegna þess þjóðin öðlaðist ekki þátttökurétt á mótinu og er þetta annað heimsmeistaramótið í röð þar sem þessi örlög biðu landsliðsins. En leikmenn í A deildinni voru þeim mun spenntari að reima aftur á sig skóna og hefja deildina að nýju í byrjun janúar því fyrstu tvær umferðirnar innihéldu mikla dramatík, fjöldan allan af mörkum í uppbótatíma og toppbaráttan virðist vera að opnast að nýju eftir að Napoli fór í HM frí með stórt og gott forskot á næstu lið. Reynist HM fríið banabiti Napoli? Nú í kvöld mætast toppliðin tvö í vaskekta toppslag í Napoli þar sem heimamenn fá heimsókn frá gömlu dömunni Juventus. Napoli var taplaust fyrir HM fríið og með bestu sóknina og næstbestu vörnina. Þjálfari liðsins Luciano Spalletti hefði líklegast viljað sleppa því að hafa tveggja mánaða hlé um mitt tímabil og frekar halda ótrauður áfram ferð sinni í átt að titlinum því strax í fyrsta leik ársins kom fyrsti tapleikur liðsins á tímabilinu þegar liðið beið lægri hlut gegn Internazionale á útivelli. Napoli liðið var ólíkt sjálfu sér í þeim leik. Sóknarleikurinn var ekki eins flæðandi og áður og stóra stjarna liðsins, georgíska undrið Kvicha Kvaratshkelia, náði sér alls ekki á strik. Í umferðinni á eftir mætti liðið Sampdoria sem rær mikinn lífróður um þessar mundir og hafði Napoli sigur í miklum baráttuleik en það sást langar leiðir að liðið er ekki að finna sama takt og fyrir áramót. Í raun gæti liðið ekki mætt Juventus í toppslag á verri tímapunkti á tímabilinu. Því það er allt önnur saga að segja frá gengi Juventus, það er að segja innan vallar. Lærisveinar Max Allegris hafa unnið síðustu 8 leiki sína í deildinni og það án þess að fá á sig eitt einasta mark! Í heildina hefur liðið aðeins fengið á sig 7 mörk, og aðeins Barcelona hefur fengið á sig færri mörk í deildarkeppni á tímabilinu. Það er því besta varnarlið deildarinnar sem mætir besta sóknarliði deildarinnar á Stadio Diego Armando Maradona í kvöld. Oft er sagt að sókn vinni leiki en vörn vinni titla. Ef Juventus vinnur verður forskot Napoli komið niður í fjögur stig og á næstu vikum á Juventus eftir að fá lykilmenn aftur úr meiðslum á borð við Dusan Vlahovic og Paul Pogba. Útlitið er því gott hjá Juventus, innan vallar. Því utan vallar er staðan allt önnur hjá Juventus. Félagið hefur eytt nær öllu HM fríinu í endurskipulagningu á stjórn félagsins eftir að ítalskir saknsóknarar hófu að rannsaka félagið fyrir fjöldan allan af efnahagsbrotum. Er félagið meðal annars sakað um að hafa falsað tölur í ársreikningi og stundað sýndarviðskipti með leikmenn til að búa til hærri söluhagnað í bókhaldinu. Málið varð til þess að Andrea Agnelli forseti liðsins sagði af sér, ásamt allri stjórninni. Ný stjórn hefur verið skipuð sem fær það verkefni að byggja félagið upp aftur eftir að endanlegur dómur í málinu fellur. Klaufagangur alls staðar í Mílanó Mílanóliðin tvö hafa alla burði til að vera með í toppbaráttunni en hafa bæði gert allt sem þau geta til að klúðra því með eindæma klaufaskap. Eftir að hafa verið fyrsta liðið til að vinna Napoli á tímabilinu tókst Internazionale að gera jafntefli gegn litla nágrannanum Monza eftir að hafa fengið á jöfnunarmark í uppbótatíma. Leikmenn Monza höfðu að vísu undarlegan hvata til að leggja sig fram í leiknum því Silvio Berlusconi forseti liðsins hafði lofað því á blautri jólaskemmtun liðsins, að ef liðið myndi vinna Inter, þá myndi hann gefa liðinu rútufylli af gleðikonum. Ummæli sem féllu í ansi grýttan jarðveg víða um Ítalíu líkt og svo oft gerist þegar fyrrum forsætisráðherran opnar munninn í gleðskap. AC Milan vann sigur á Salernitana í fyrsta leik eftir HM hléið og í öðrum leiknum var liðið komið í þægilega 2:0 forystu gegn Roma á heimavelli og fátt virtist geta komið í veg fyrir örugg þrjú stig. En hræðilegar varnarskiptingar þjálfarans Stefano Piolis undir lok leiksins hleyptu Romamönnum inn í leikinn aftur með marki frá varnarmanninum Roger Ibanez. Enski framherjinn Tammy Abraham jafnað svo leikinn í uppbótatíma af stuttu færi. Mikilvægt mark fyrir framherjann sem hefur ekki staðið undir væntingum á yfirstandandi tímabili og er jafnvel orðaður í burtu frá félaginu. Eftir að AC Milan tapaði svo slysalega gegn Torino í bikarnum í vikunni tók Stefano Pioli víst neyðarfund með lykilmönnum liðsins og gerði þeim grein fyrir að þeir þyrftu að stíga upp á næstu vikum. Roma best borgið með Mourinho í banni José Mourinho, þjálfari Roma.Getty Images Og talandi um Roma þá er Mourinho ennþá gr íðarlega vinsæll í borginni eilífu. Eftir að hafa verið orðaður við þjálfarastörf hjá bæði portúgalska og brasilíska landsliðinu virðist staðan nú vera sú að hann verður áfram þjálfari Roma, alla veganna út tímabilið. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti en aðeins þremur stigum á eftir meistaradeildarsætinu sem er markmið tímabilsins. Mourinho var sjálfur í banni fyrstu tvo leiki ársins. Það var því aðstoðarmaður hans Salvatore Foti sem stýrði liðinu með glæsibrag. Ítalskir fjölmiðlar hafa bent á þá staðreynd að liðið hefur aldrei tapað í þá sjö leiki sem Foti hefur þurft að stýra liðinu. Við gætum því vænst að sjá Mourinho sækja fleiri leikbönn á komandi vikum. Íslendingar á lán? Íslendingaliðin tvö í deildinni, Spezia og Lecce, eiga góðu gengi að fagna þessa dagana þótt Íslendingarnir tveir komi ekkert við sögu. Þórir Jóhann Helgason meiddist í landsleikjahléinu og mun líklegast ekki snúa aftur fyrr en í næstu viku. Lecce, sem hefur ekki tapað leik í síðustu 5 umferðum, hefur sótt nýjan miðjumann í janúarglugganum og samkvæmt heimildum undirritaðs óskaði Þórir Jóhann eftir því að skoða möguleikann á því að fara á lán til að fá fleiri mínútur en Lecce hafnaði þeirri beiðni. Við skulum vona að það sé vegna þess að honum sé ætlað stærra hlutverk hjá liðinu á komandi mánuðum. Lecce mætir AC Milan á heimavelli um helgina. Ærið verkefni fyrir liðið frá Suður-Ítalíu. Spezia hefur ekki tapað í fjóra leiki í röð en Mikael Egill Ellertsson hefur lítið komið við sögu. Hann gæti farið á lán út tímabilið til að fá fleiri mínútur, sér í lagi ef liði sækir sér nýjan miðjumann eins og útlit er fyrir. Á sunnuda bíður erfiður útileikur gegn Torino. Lykilmenn í toppliðum Albert er kominn á gott ról undir stjórn nafna síns Alberto Gilardino.Getty Images Í Íslendingadeildinni Serie B eru íslendingarnir að fá fleiri mínútur. Spilað var í þeirri deild á meðan á heimsmeistaramótinu stóð og Albert Guðmundsson er búinn að vera heitasti leikmaður Genoa sem er komið í þriðja sæti deildarinnar eftir brösuga byrjun á tímabilinu. Heimsmeistarinn Alberto Gilardino er mættur í þjálfaradjobbið og spilar Alberti úti á vinstri kanti þaðan sem hann hefur skorað tvö mörk í síðustu tveimur deildarleikjum. Albert hefur verið orðaður við nokkur lið í A deildinni, meðal annars Sassuolo, en hann fer líklega ekki núna í janúar. Hjörtur Hermansson og félagar í Pisa eru komnir upp í toppbaráttu annað árið í röð. Liðið hefur nú ekki tapað leik í 14 leiki í röð og Hjörtur er með öruggt sæti í miðri vörninni. Pisa var hársbreidd frá því að komast upp í efstu deild í fyrra. Ætli 2023 verði þeirra ár? Eitt er ljóst að með frammistöðum sínum er Hjörtur að gera sterkt tilkall til sætis í næsta landsliðshóps íslenska landsliðsins. Ítalski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Sjá meira
En leikmenn í A deildinni voru þeim mun spenntari að reima aftur á sig skóna og hefja deildina að nýju í byrjun janúar því fyrstu tvær umferðirnar innihéldu mikla dramatík, fjöldan allan af mörkum í uppbótatíma og toppbaráttan virðist vera að opnast að nýju eftir að Napoli fór í HM frí með stórt og gott forskot á næstu lið. Reynist HM fríið banabiti Napoli? Nú í kvöld mætast toppliðin tvö í vaskekta toppslag í Napoli þar sem heimamenn fá heimsókn frá gömlu dömunni Juventus. Napoli var taplaust fyrir HM fríið og með bestu sóknina og næstbestu vörnina. Þjálfari liðsins Luciano Spalletti hefði líklegast viljað sleppa því að hafa tveggja mánaða hlé um mitt tímabil og frekar halda ótrauður áfram ferð sinni í átt að titlinum því strax í fyrsta leik ársins kom fyrsti tapleikur liðsins á tímabilinu þegar liðið beið lægri hlut gegn Internazionale á útivelli. Napoli liðið var ólíkt sjálfu sér í þeim leik. Sóknarleikurinn var ekki eins flæðandi og áður og stóra stjarna liðsins, georgíska undrið Kvicha Kvaratshkelia, náði sér alls ekki á strik. Í umferðinni á eftir mætti liðið Sampdoria sem rær mikinn lífróður um þessar mundir og hafði Napoli sigur í miklum baráttuleik en það sást langar leiðir að liðið er ekki að finna sama takt og fyrir áramót. Í raun gæti liðið ekki mætt Juventus í toppslag á verri tímapunkti á tímabilinu. Því það er allt önnur saga að segja frá gengi Juventus, það er að segja innan vallar. Lærisveinar Max Allegris hafa unnið síðustu 8 leiki sína í deildinni og það án þess að fá á sig eitt einasta mark! Í heildina hefur liðið aðeins fengið á sig 7 mörk, og aðeins Barcelona hefur fengið á sig færri mörk í deildarkeppni á tímabilinu. Það er því besta varnarlið deildarinnar sem mætir besta sóknarliði deildarinnar á Stadio Diego Armando Maradona í kvöld. Oft er sagt að sókn vinni leiki en vörn vinni titla. Ef Juventus vinnur verður forskot Napoli komið niður í fjögur stig og á næstu vikum á Juventus eftir að fá lykilmenn aftur úr meiðslum á borð við Dusan Vlahovic og Paul Pogba. Útlitið er því gott hjá Juventus, innan vallar. Því utan vallar er staðan allt önnur hjá Juventus. Félagið hefur eytt nær öllu HM fríinu í endurskipulagningu á stjórn félagsins eftir að ítalskir saknsóknarar hófu að rannsaka félagið fyrir fjöldan allan af efnahagsbrotum. Er félagið meðal annars sakað um að hafa falsað tölur í ársreikningi og stundað sýndarviðskipti með leikmenn til að búa til hærri söluhagnað í bókhaldinu. Málið varð til þess að Andrea Agnelli forseti liðsins sagði af sér, ásamt allri stjórninni. Ný stjórn hefur verið skipuð sem fær það verkefni að byggja félagið upp aftur eftir að endanlegur dómur í málinu fellur. Klaufagangur alls staðar í Mílanó Mílanóliðin tvö hafa alla burði til að vera með í toppbaráttunni en hafa bæði gert allt sem þau geta til að klúðra því með eindæma klaufaskap. Eftir að hafa verið fyrsta liðið til að vinna Napoli á tímabilinu tókst Internazionale að gera jafntefli gegn litla nágrannanum Monza eftir að hafa fengið á jöfnunarmark í uppbótatíma. Leikmenn Monza höfðu að vísu undarlegan hvata til að leggja sig fram í leiknum því Silvio Berlusconi forseti liðsins hafði lofað því á blautri jólaskemmtun liðsins, að ef liðið myndi vinna Inter, þá myndi hann gefa liðinu rútufylli af gleðikonum. Ummæli sem féllu í ansi grýttan jarðveg víða um Ítalíu líkt og svo oft gerist þegar fyrrum forsætisráðherran opnar munninn í gleðskap. AC Milan vann sigur á Salernitana í fyrsta leik eftir HM hléið og í öðrum leiknum var liðið komið í þægilega 2:0 forystu gegn Roma á heimavelli og fátt virtist geta komið í veg fyrir örugg þrjú stig. En hræðilegar varnarskiptingar þjálfarans Stefano Piolis undir lok leiksins hleyptu Romamönnum inn í leikinn aftur með marki frá varnarmanninum Roger Ibanez. Enski framherjinn Tammy Abraham jafnað svo leikinn í uppbótatíma af stuttu færi. Mikilvægt mark fyrir framherjann sem hefur ekki staðið undir væntingum á yfirstandandi tímabili og er jafnvel orðaður í burtu frá félaginu. Eftir að AC Milan tapaði svo slysalega gegn Torino í bikarnum í vikunni tók Stefano Pioli víst neyðarfund með lykilmönnum liðsins og gerði þeim grein fyrir að þeir þyrftu að stíga upp á næstu vikum. Roma best borgið með Mourinho í banni José Mourinho, þjálfari Roma.Getty Images Og talandi um Roma þá er Mourinho ennþá gr íðarlega vinsæll í borginni eilífu. Eftir að hafa verið orðaður við þjálfarastörf hjá bæði portúgalska og brasilíska landsliðinu virðist staðan nú vera sú að hann verður áfram þjálfari Roma, alla veganna út tímabilið. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti en aðeins þremur stigum á eftir meistaradeildarsætinu sem er markmið tímabilsins. Mourinho var sjálfur í banni fyrstu tvo leiki ársins. Það var því aðstoðarmaður hans Salvatore Foti sem stýrði liðinu með glæsibrag. Ítalskir fjölmiðlar hafa bent á þá staðreynd að liðið hefur aldrei tapað í þá sjö leiki sem Foti hefur þurft að stýra liðinu. Við gætum því vænst að sjá Mourinho sækja fleiri leikbönn á komandi vikum. Íslendingar á lán? Íslendingaliðin tvö í deildinni, Spezia og Lecce, eiga góðu gengi að fagna þessa dagana þótt Íslendingarnir tveir komi ekkert við sögu. Þórir Jóhann Helgason meiddist í landsleikjahléinu og mun líklegast ekki snúa aftur fyrr en í næstu viku. Lecce, sem hefur ekki tapað leik í síðustu 5 umferðum, hefur sótt nýjan miðjumann í janúarglugganum og samkvæmt heimildum undirritaðs óskaði Þórir Jóhann eftir því að skoða möguleikann á því að fara á lán til að fá fleiri mínútur en Lecce hafnaði þeirri beiðni. Við skulum vona að það sé vegna þess að honum sé ætlað stærra hlutverk hjá liðinu á komandi mánuðum. Lecce mætir AC Milan á heimavelli um helgina. Ærið verkefni fyrir liðið frá Suður-Ítalíu. Spezia hefur ekki tapað í fjóra leiki í röð en Mikael Egill Ellertsson hefur lítið komið við sögu. Hann gæti farið á lán út tímabilið til að fá fleiri mínútur, sér í lagi ef liði sækir sér nýjan miðjumann eins og útlit er fyrir. Á sunnuda bíður erfiður útileikur gegn Torino. Lykilmenn í toppliðum Albert er kominn á gott ról undir stjórn nafna síns Alberto Gilardino.Getty Images Í Íslendingadeildinni Serie B eru íslendingarnir að fá fleiri mínútur. Spilað var í þeirri deild á meðan á heimsmeistaramótinu stóð og Albert Guðmundsson er búinn að vera heitasti leikmaður Genoa sem er komið í þriðja sæti deildarinnar eftir brösuga byrjun á tímabilinu. Heimsmeistarinn Alberto Gilardino er mættur í þjálfaradjobbið og spilar Alberti úti á vinstri kanti þaðan sem hann hefur skorað tvö mörk í síðustu tveimur deildarleikjum. Albert hefur verið orðaður við nokkur lið í A deildinni, meðal annars Sassuolo, en hann fer líklega ekki núna í janúar. Hjörtur Hermansson og félagar í Pisa eru komnir upp í toppbaráttu annað árið í röð. Liðið hefur nú ekki tapað leik í 14 leiki í röð og Hjörtur er með öruggt sæti í miðri vörninni. Pisa var hársbreidd frá því að komast upp í efstu deild í fyrra. Ætli 2023 verði þeirra ár? Eitt er ljóst að með frammistöðum sínum er Hjörtur að gera sterkt tilkall til sætis í næsta landsliðshóps íslenska landsliðsins.
Ítalski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Sjá meira