Vill meira gagnsæi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. janúar 2023 19:27 Stjórnarandstaðan kallar eftir meira gagnsæi þegar sala á ríkiseignum er til rannsóknar. Fjármálaeftirlitið telur lög hafa verið brotin við söluna á Íslandsbanka samkvæmt tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í gær. Í tilkynningunni frá Íslandsbanka kemur fram að hafið sé sáttaferli eftir frumathugun fjármálaeftirlitsins. Það er mjög algengt að málum sem FME rannsakar sé lokið með sátt og hefur það gerst á annað hundrað sinnum á síðan 2007, en þá var heimild til sátta fest í lög. Í ensku útgáfu tilkynningarinnar kemur fram að sáttaferlið sjálft hafi hafist af frumkvæði Íslandsbanka. Bankinn hyggst ekki tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu, Fjármálaráðherra var heldur ekki til viðtals um málið í dag og fjármálaeftirlitið ber fyrir sig þagnarskyldu. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar vill meira gagnsæi. „Auðvitað er það þannig að núna er bara málið í lögformlegu ferli og í sjálfu sér ekkert við það að athuga. En af því að þarna undir er sala á ríkiseign að þá finnst mér bæði að þeir sem eru til rannsóknar og þeir sem eru að rannsaka, að það hvíli kannski svona aðeins meiri tilkynningaskylda til almennings þegar að þannig háttar.“ Mikilvægt sé að halda áfram sölunni á bankanum. „En á endanum og þetta er algert grundvallaratriði, á endanum snýst þetta um það að það verður að vera hægt að selja restina af Íslandsbanka til þess að lækka skuldir ríkissjóðs svo við þurfum ekki að borga þessa óskaplegu vexti af lánunum eins og reyndin er. Það er auðvitað lykilatriði í þessu." Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir rannsóknarnefnd. „Já sko bara um leið og þetta mál svolítið á flug þá fór stjórnarandstaðan að krefjast þess að stofnuð yrði rannsóknarnefnd til þess að fara yfir málið frá a til ö.“ Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir RÚV aftur úti á þekju í bankasölumálinu Allt frá því að fjármálaráðherra lýsti yfir áhuga á því að selja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hafa fullyrðingar um söluferlið verið eins misjafnar og þær eru margar. Ásakanir um spillingu, markaðsmisnotkun og svívirðilega undirverðlagningu á ríkiseign rötuðu beint á forsíður fjölmiðla án þess að mikið lægi að baki. Málið var teiknað upp sem pólitískur skandall en þegar kurlin koma til grafar virðist niðurstaðan vera sú að helstu brestina í söluferlinu megi rekja til Íslandsbanka sem hefur nú viðurkennt brot sín í hlutverki innlends umsjónaraðila í útboðinu. 10. janúar 2023 15:59 Frekar tilkynning en sáttameðferð Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð. 10. janúar 2023 13:04 Íslandsbanki kunni að hafa brotið lög við útboðið Í frummati fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka hf. á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka segir að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn lögum og reglum sem um bankann gilda. 9. janúar 2023 18:57 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Í tilkynningunni frá Íslandsbanka kemur fram að hafið sé sáttaferli eftir frumathugun fjármálaeftirlitsins. Það er mjög algengt að málum sem FME rannsakar sé lokið með sátt og hefur það gerst á annað hundrað sinnum á síðan 2007, en þá var heimild til sátta fest í lög. Í ensku útgáfu tilkynningarinnar kemur fram að sáttaferlið sjálft hafi hafist af frumkvæði Íslandsbanka. Bankinn hyggst ekki tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu, Fjármálaráðherra var heldur ekki til viðtals um málið í dag og fjármálaeftirlitið ber fyrir sig þagnarskyldu. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar vill meira gagnsæi. „Auðvitað er það þannig að núna er bara málið í lögformlegu ferli og í sjálfu sér ekkert við það að athuga. En af því að þarna undir er sala á ríkiseign að þá finnst mér bæði að þeir sem eru til rannsóknar og þeir sem eru að rannsaka, að það hvíli kannski svona aðeins meiri tilkynningaskylda til almennings þegar að þannig háttar.“ Mikilvægt sé að halda áfram sölunni á bankanum. „En á endanum og þetta er algert grundvallaratriði, á endanum snýst þetta um það að það verður að vera hægt að selja restina af Íslandsbanka til þess að lækka skuldir ríkissjóðs svo við þurfum ekki að borga þessa óskaplegu vexti af lánunum eins og reyndin er. Það er auðvitað lykilatriði í þessu." Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir rannsóknarnefnd. „Já sko bara um leið og þetta mál svolítið á flug þá fór stjórnarandstaðan að krefjast þess að stofnuð yrði rannsóknarnefnd til þess að fara yfir málið frá a til ö.“
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir RÚV aftur úti á þekju í bankasölumálinu Allt frá því að fjármálaráðherra lýsti yfir áhuga á því að selja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hafa fullyrðingar um söluferlið verið eins misjafnar og þær eru margar. Ásakanir um spillingu, markaðsmisnotkun og svívirðilega undirverðlagningu á ríkiseign rötuðu beint á forsíður fjölmiðla án þess að mikið lægi að baki. Málið var teiknað upp sem pólitískur skandall en þegar kurlin koma til grafar virðist niðurstaðan vera sú að helstu brestina í söluferlinu megi rekja til Íslandsbanka sem hefur nú viðurkennt brot sín í hlutverki innlends umsjónaraðila í útboðinu. 10. janúar 2023 15:59 Frekar tilkynning en sáttameðferð Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð. 10. janúar 2023 13:04 Íslandsbanki kunni að hafa brotið lög við útboðið Í frummati fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka hf. á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka segir að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn lögum og reglum sem um bankann gilda. 9. janúar 2023 18:57 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
RÚV aftur úti á þekju í bankasölumálinu Allt frá því að fjármálaráðherra lýsti yfir áhuga á því að selja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hafa fullyrðingar um söluferlið verið eins misjafnar og þær eru margar. Ásakanir um spillingu, markaðsmisnotkun og svívirðilega undirverðlagningu á ríkiseign rötuðu beint á forsíður fjölmiðla án þess að mikið lægi að baki. Málið var teiknað upp sem pólitískur skandall en þegar kurlin koma til grafar virðist niðurstaðan vera sú að helstu brestina í söluferlinu megi rekja til Íslandsbanka sem hefur nú viðurkennt brot sín í hlutverki innlends umsjónaraðila í útboðinu. 10. janúar 2023 15:59
Frekar tilkynning en sáttameðferð Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð. 10. janúar 2023 13:04
Íslandsbanki kunni að hafa brotið lög við útboðið Í frummati fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka hf. á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka segir að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn lögum og reglum sem um bankann gilda. 9. janúar 2023 18:57