Dæmi um að börn hafi verið hætt komin vegna streptókokkasýkingar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2023 21:01 Valtýr Stefánsson Thors er sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum við Barnaspítala Hringsins. Hann hefur áhyggjur af hættulegum sýkingum sem herja á börn þessi misserin. Vísir/Sigurjón Dæmi er um að börn hafi verið hætt komin og verið lögð inn á gjörgæslu vegna hættulegrar streptókokkasýkingar sem nú gengur yfir. Sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum segir alla á tánum vegna ástandsins. Á þessum árstíma er alvanalegt að flensur og umgangspestir herji á landann. Í ár er þetta þó óvenjulegt af þeim sökum að mun meira er um sýkingar og það sem gerir ástandið sérstaklega erfitt er að fólk og ekki síst börn eru að fá sýkingar ofan í aðrar sýkingar. Valtýr Stefánsson Thors er sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum við Barnaspítala Hringsins. Hann segir gríðarlega mikið álag vera á barnaspítalanum um þessar mundir. „Það hefur verið ótrúlega mikið í gangi síðustu mánuði hjá okkur á Barnaspítalanum og í rauninni öllum heilbrigðisstarfsmönnum sem eru að sinna veikum börnum. Í venjulegu árferði kemur þetta í einhverjum bylgjum og eftir því hvaða sýkingar ráðandi eru en þetta hefur verið meira og minna viðvarandi í marga mánuði," segir Valtýr. Sýkingar ofan í sýkingar Valtýr segir engan vafa á því að ástandið sé verra í ár en undanfarin ár. „Við höfum enga klára skýringu á því hvers vegna. Auðvitað er auðvelt að kenna Covid og innilokum síðustu ára um. Og vafalaust hefur það einhver áhrif og við máttum alveg búast við því að þessi vetur yrði svona.“ Gríðarlegt álag er á Barnaspítala Hringsins líkt og öðrum heilbrigðisstofnunum landsins þessa daganaVísir/Vilhelm En hvaða veirur eru þetta sem eru helst að ganga? „Þetta er til dæmis RS veiran sem kemur á hverju ári, inflúensuveiran blandast inní þetta og margar aðrar veirur, niðurgangs og uppkastsveirur. Síðustu vikur höfum við séð meira af bakteríusýkingum og streptókokkasýkingum sem oft koma í kjölfarið. Þetta veldur talsverðu álagi.“ Dæmi um börn á gjörgæslu vegna streptókokka Börn geta orðið mjög alvarlega veik og fréttastofa hefur heimildir fyrir því að svæfa hafa þurft fjögurra ára barn í nokkra daga sem meðferð við heiftarlegri streptókokkasýkingu. Valtýr segir fleiri slík tilfelli hafa komið upp. „Já, það eru fleiri um dæmi um börn sem hafa lent á gjörgæslu núna síðustu vikurnar bæði vegna bakteríu-og veirusýkinga sem koma í kjölfarið. Meðferð er auðvitað stuðningsmeðferð og svo sýklalyf þegar það á við.“ Streptókokkasýkingar þekkja margir og Valtýr segir að venjulega sé um að ræða tilölulega einföld veikindi, hálsbólgu, sem meðhöndla megi með sýklalyfjum. „En það sem veldur meiri áhyggjum eru svokallaðar ífarandi streptókokkasýkingar sem geta valdið blóðsýkingum eða alvarlegum lungnabólgum. Það eru börnin sem eru að leggjast inn hjá okkur.“ Allir á tánum Valtýr segir Barnaspítalann fullan og þannig hafi ástandið verið lengi. „Auðvitað eru alls konar aðstæður fyrir innlögnum. En venjan hjá okkur er að við höfum geta sinnt öllum en síðustu vikur hafa reynt verulega á. Starfsfólk er auðvitað orðið langþreytt þó allir hlaupi aðeins hraðar og geri sitt allra besta. En álagið er mjög mikið.“ Hafið þið áhyggjur af ástandinu? „Já við höfum alltaf áhyggjur af ástandinu og það eru allir á tánum. Sérstaklega varðandi þessar hættulegu sýkingar. En það þýðir ekki að öll börn sem eru með hita þurfi endilega að leggjast inn á spítalann, en við hvetjum foreldra til að láta lækni kíkja á barnið sitt ef það hefur verulegar áhyggjur,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Á þessum árstíma er alvanalegt að flensur og umgangspestir herji á landann. Í ár er þetta þó óvenjulegt af þeim sökum að mun meira er um sýkingar og það sem gerir ástandið sérstaklega erfitt er að fólk og ekki síst börn eru að fá sýkingar ofan í aðrar sýkingar. Valtýr Stefánsson Thors er sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum við Barnaspítala Hringsins. Hann segir gríðarlega mikið álag vera á barnaspítalanum um þessar mundir. „Það hefur verið ótrúlega mikið í gangi síðustu mánuði hjá okkur á Barnaspítalanum og í rauninni öllum heilbrigðisstarfsmönnum sem eru að sinna veikum börnum. Í venjulegu árferði kemur þetta í einhverjum bylgjum og eftir því hvaða sýkingar ráðandi eru en þetta hefur verið meira og minna viðvarandi í marga mánuði," segir Valtýr. Sýkingar ofan í sýkingar Valtýr segir engan vafa á því að ástandið sé verra í ár en undanfarin ár. „Við höfum enga klára skýringu á því hvers vegna. Auðvitað er auðvelt að kenna Covid og innilokum síðustu ára um. Og vafalaust hefur það einhver áhrif og við máttum alveg búast við því að þessi vetur yrði svona.“ Gríðarlegt álag er á Barnaspítala Hringsins líkt og öðrum heilbrigðisstofnunum landsins þessa daganaVísir/Vilhelm En hvaða veirur eru þetta sem eru helst að ganga? „Þetta er til dæmis RS veiran sem kemur á hverju ári, inflúensuveiran blandast inní þetta og margar aðrar veirur, niðurgangs og uppkastsveirur. Síðustu vikur höfum við séð meira af bakteríusýkingum og streptókokkasýkingum sem oft koma í kjölfarið. Þetta veldur talsverðu álagi.“ Dæmi um börn á gjörgæslu vegna streptókokka Börn geta orðið mjög alvarlega veik og fréttastofa hefur heimildir fyrir því að svæfa hafa þurft fjögurra ára barn í nokkra daga sem meðferð við heiftarlegri streptókokkasýkingu. Valtýr segir fleiri slík tilfelli hafa komið upp. „Já, það eru fleiri um dæmi um börn sem hafa lent á gjörgæslu núna síðustu vikurnar bæði vegna bakteríu-og veirusýkinga sem koma í kjölfarið. Meðferð er auðvitað stuðningsmeðferð og svo sýklalyf þegar það á við.“ Streptókokkasýkingar þekkja margir og Valtýr segir að venjulega sé um að ræða tilölulega einföld veikindi, hálsbólgu, sem meðhöndla megi með sýklalyfjum. „En það sem veldur meiri áhyggjum eru svokallaðar ífarandi streptókokkasýkingar sem geta valdið blóðsýkingum eða alvarlegum lungnabólgum. Það eru börnin sem eru að leggjast inn hjá okkur.“ Allir á tánum Valtýr segir Barnaspítalann fullan og þannig hafi ástandið verið lengi. „Auðvitað eru alls konar aðstæður fyrir innlögnum. En venjan hjá okkur er að við höfum geta sinnt öllum en síðustu vikur hafa reynt verulega á. Starfsfólk er auðvitað orðið langþreytt þó allir hlaupi aðeins hraðar og geri sitt allra besta. En álagið er mjög mikið.“ Hafið þið áhyggjur af ástandinu? „Já við höfum alltaf áhyggjur af ástandinu og það eru allir á tánum. Sérstaklega varðandi þessar hættulegu sýkingar. En það þýðir ekki að öll börn sem eru með hita þurfi endilega að leggjast inn á spítalann, en við hvetjum foreldra til að láta lækni kíkja á barnið sitt ef það hefur verulegar áhyggjur,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent