Fótbolti

Blikar hófu Þunga­vigtar­bikarinn á stór­sigri og FH gerði góða ferð til Kefla­víkur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breiðablik vann afar öruggan 5-1 sigur gegn Stjörnunni um helgina.
Breiðablik vann afar öruggan 5-1 sigur gegn Stjörnunni um helgina. Vísir/Hulda Margrét

Þungavigtarbikarinn fór af stað um helgina með tveimur leikjum þar sem FH hafði betur gegn Keflavík 2-1 og Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu stórsigur gegn Stjörnunni 5-1.

Vuk Óskar Dimitrijevic og Davíð Snær Jóhannsson sáu um markaskorun FH-inga er liðið gerði góða ferð í Reykjaneshöllina og vann 2-1 sigur gegn Keflvíkingum í A-riðli, en Helgi Þór Jónsson skoraði mark heimamanna.

Þá unnu Íslandsmeistarar Breiðabliks afar öruggan 5-1 sigur gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabæ, en liðin leika í B-riðli.

Íslandsmeistararnir leiddu 3-0 í hálfleik með mörkum frá Ágústi Hlynssyni, Tómasi Orra Róbertssyni og Stefáni Inga Sigurðarsyni. 

Í síðari hálfleik bættu Blikar við tveimur mörkum en þar á ferðinni voru Ágúst Orri Þorsteinsson sem nýkominn aftur til Blika frá Malmö og Atli Þór Gunnarsson sem er fæddur árið 2006. Mark Stjörnunnar skoraði hinn ungi leikmaður Helgi Fróði Ingason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×