„Bara himnaríki að sitja í svona græju“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. janúar 2023 07:01 Troðarinn treður spor fyrir gönguskíðafólk og treður gönguleið fyrir göngugarpa á sama tíma. Vísir/Tryggvi Skíðagöngukappar og göngugarpar í nágrenni Akureyrar geta skíðað og gengið sem aldrei fyrr eftir að glænýr snjótroðari af bestu gerð var tekin í notkun í Kjarnaskógi um helgina. Kjarnaskógur við Akureyri er sannkölluð útivistarperla, ekki síst á veturna þökk sé ötullum starfsmönnum Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem sjá um að halda gönguleiðum opnum og útbúa spor fyrir gönguskíði. Allt þetta verður mun auðveldara nú þegar glænýr troðari af bestu gerð tekur við mun eldra tæki. Munurinn á tækjunum er mikill. „Ætli það sé nú ekki himinn og haf bara. Þetta er bara nýr troðari af bestu gerð með besta búnaði og hann á eftir að breyta miklu fyrir okkur hérna í Kjarnaskógi,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, sem hefur verið manna duglegastur við að sinna gönguskíðafólki í skóginum. Munurinn mun sjást frá fyrsta degi. „Það verður mikla betra spor, breiðari brautir og bara betur lagt,“ segir Ingólfur. Og aðrir útivistargarpar græða líka. „Við samnýtum brautirnar hérna. Þetta snýst ekki bara um skíðamenn. Nú ganga allir úti einhvers staðar fjórum sinnum í viku og þetta víkkar um þannig að menn hafa bara meira pláss til að athafna sig í brautunum hérna,“ segir Ingólfur. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga er í skýjunum með nýja troðarann.Vísir/Tryggvi Útbúnaður troðarans gerir það að verkum að hægt verður að halda góðu skíðagönguspori lengur en ella. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta haldið skóginum opnum allt árið. Svona mannvirki, það snjóar mikið hérna á Akureyri og það væri bara lokað hér frá október og fram í júní ef að brautir væru ekki gerðar klárar,“ segir Ingólfur. Troðarinn var prufukeyrður á föstudaginn og fékk fréttamaður að fylgjast með Ingólfi læra á nýja tækið. „Eins og þú sérð ég mjög einbeittur við aksturinn. Margir nýjar takkar sem þarf að læra á. Þetta er náttúrulega bara himnaríki að sitja í svona græju,“ segir Ingólfur. Troðarinn lætur snjóinn ekki stoppa sig.Vísir/Tryggvi Aðeins tók um eitt ár að safna þeim um það bil fjörutíu milljónum sem þurfti til að kaupa troðarann „Mér þótti svakalega vænt um hvað samfélagið allt tók þátt. Bara notendurnir hérna með sínar fjárhæðir, fyrirtækin stór, lítil og samfélagið allt bara lagði í þetta mál og græjaði þetta og hér erum við eftir það.“ Skógrækt og landgræðsla Skíðasvæði Akureyri Eyjafjarðarsveit Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira
Kjarnaskógur við Akureyri er sannkölluð útivistarperla, ekki síst á veturna þökk sé ötullum starfsmönnum Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem sjá um að halda gönguleiðum opnum og útbúa spor fyrir gönguskíði. Allt þetta verður mun auðveldara nú þegar glænýr troðari af bestu gerð tekur við mun eldra tæki. Munurinn á tækjunum er mikill. „Ætli það sé nú ekki himinn og haf bara. Þetta er bara nýr troðari af bestu gerð með besta búnaði og hann á eftir að breyta miklu fyrir okkur hérna í Kjarnaskógi,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, sem hefur verið manna duglegastur við að sinna gönguskíðafólki í skóginum. Munurinn mun sjást frá fyrsta degi. „Það verður mikla betra spor, breiðari brautir og bara betur lagt,“ segir Ingólfur. Og aðrir útivistargarpar græða líka. „Við samnýtum brautirnar hérna. Þetta snýst ekki bara um skíðamenn. Nú ganga allir úti einhvers staðar fjórum sinnum í viku og þetta víkkar um þannig að menn hafa bara meira pláss til að athafna sig í brautunum hérna,“ segir Ingólfur. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga er í skýjunum með nýja troðarann.Vísir/Tryggvi Útbúnaður troðarans gerir það að verkum að hægt verður að halda góðu skíðagönguspori lengur en ella. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta haldið skóginum opnum allt árið. Svona mannvirki, það snjóar mikið hérna á Akureyri og það væri bara lokað hér frá október og fram í júní ef að brautir væru ekki gerðar klárar,“ segir Ingólfur. Troðarinn var prufukeyrður á föstudaginn og fékk fréttamaður að fylgjast með Ingólfi læra á nýja tækið. „Eins og þú sérð ég mjög einbeittur við aksturinn. Margir nýjar takkar sem þarf að læra á. Þetta er náttúrulega bara himnaríki að sitja í svona græju,“ segir Ingólfur. Troðarinn lætur snjóinn ekki stoppa sig.Vísir/Tryggvi Aðeins tók um eitt ár að safna þeim um það bil fjörutíu milljónum sem þurfti til að kaupa troðarann „Mér þótti svakalega vænt um hvað samfélagið allt tók þátt. Bara notendurnir hérna með sínar fjárhæðir, fyrirtækin stór, lítil og samfélagið allt bara lagði í þetta mál og græjaði þetta og hér erum við eftir það.“
Skógrækt og landgræðsla Skíðasvæði Akureyri Eyjafjarðarsveit Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira