Vilhjálmur Freyr steig fram á Omega: „Ég var einmana þetta kvöld“ Árni Sæberg skrifar 7. janúar 2023 10:38 Vilhjálmur Freyr hlaut fjögurra ára fangelsisdóm fyrir margvíslegt ofbeldi. Skjáskot/Omega Vilhjálmur Freyr Björnsson, maðurinn sem var í desember dæmdur fyrir margvísleg brot gegn konu sem hann hafði greitt fyrir vændi, var til viðtals á kristilegu sjónvarpsstöðinni Omega í apríl síðastliðnum. Hann kveðst hafa verið einmana umrætt kvöld og búinn að drekka þrjá sprittbrúsa þegar hann braut á konunni. Í gær var greint frá því að Vilhjálmur Freyr væri maðurinn sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Upphaflega var nafn hans afmáð þegar dómurinn var birtur á vef héraðsdómstólanna en sú ákvörðun sætti mikilli gagnrýni enda hlaut Vilhjálmur Freyr þungan dóm fyrir alvarlegt ofbeldisbrot og hefur enga tengingu við fórnarlamb sitt. Í sama mánuði og hann framdi umrætt brot veitti hann viðtal í þættinum Dýrðar Frelsi Guðs: Hefur Guð bjargað þér? á sjónvarpsstöðinni Omega. „Við erum með góðan gest í kvöld, maður sem hefur svolítið farið út af brautinni en komið inn á hana aftur, en svo farið út af henni og inn á hana aftur. Þetta er búið að vera svolítið ströggl hjá honum. Maður hefur verið að fylgjast með honum og stundum hefut maður brosað yfir því hve vel gengur hjá honum, en svo er hann dottinn út af brautinni aftur,“ segir þáttastjórnandinn Magnús Sigurðsson í upphafi þáttar. Ræddi æskuna og neysluna Magnús byrjar þáttinn á því að spyrja Vilhjálm Frey út í uppvaxtarár hans. Vilhjálmur Freyr kveðst vera fæddur og uppalinn á Akranesi á ástríku heimili með foreldrum sínum og fjórum systkinum. Hann segir það hafa verið gott að alast upp á Akranesi á tíunda áratugnum, þegar enginn læsti heimili sínu og engir glæpir voru framdir. Hann segir þó að fljótlega hafi farið að halla undan fæti hjá honum og hann farið að fremja smáglæpi þegar hann var unglingur. Snemma hafi hann svo leiðst í neyslu áfengis og annarra vímuefna. Leigði kjallaraíbúðina af systur sinni Vilhjálmur Freyr segist hafa farið í sex mánaða meðferð í Svíþjóð eftir að hann hafði verið farinn að neyta harðra fíkniefna um æð. Þegar heim var komið úr meðferðinni hafi hann leigt herbergi af systur sinni í kjallaranum í Breiðholti, þar sem hann framdi brotin, á meðan verið væri að standsetja íbúð fjölskyldu hans. Vilhjálmur Freyr á eiginkonu og tvö börn. „Ég var einmana þetta kvöld, ég man eftir því, og Covid var þarna nýbyrjað. Ég fer út í Iceland þarna í Breiðholtinu og ég kaupi mér þrjá sprittbrúsa og ég drekk þá. Og það kvöld, þá framdi ég ljótasta hlut sem ég hef gert. Ég beitti ofbeldi sem varð til þess að ég varð síðan handtekinn,“ segir Vilhjálmur Freyr en ræðir ofbeldið ekkert frekar. Hann segist þá hafa ákveðið að hefja kannabisreykingar í stað þess að neyta annarra vímuefna. „Af því að ég vissi að þá væri ég ekki að gera þessa skandala,“ segir hann. Viðtalið við Vilhjálm Frey má sjá í heild sinni hér að neðan: Kynferðisofbeldi Dómsmál Vændi Dómstólar Tengdar fréttir Nafngreindi manninn sem hélt vændiskonu og nauðgaði Héraðsdómur Reykjavíkur birti nafn manns sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga vændiskonu og halda henni í gíslingu í dag. Nafn mannsins var upphaflega afmáð úr dómnum en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að birta það samkvæmt reglum. 6. janúar 2023 13:23 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að Vilhjálmur Freyr væri maðurinn sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Upphaflega var nafn hans afmáð þegar dómurinn var birtur á vef héraðsdómstólanna en sú ákvörðun sætti mikilli gagnrýni enda hlaut Vilhjálmur Freyr þungan dóm fyrir alvarlegt ofbeldisbrot og hefur enga tengingu við fórnarlamb sitt. Í sama mánuði og hann framdi umrætt brot veitti hann viðtal í þættinum Dýrðar Frelsi Guðs: Hefur Guð bjargað þér? á sjónvarpsstöðinni Omega. „Við erum með góðan gest í kvöld, maður sem hefur svolítið farið út af brautinni en komið inn á hana aftur, en svo farið út af henni og inn á hana aftur. Þetta er búið að vera svolítið ströggl hjá honum. Maður hefur verið að fylgjast með honum og stundum hefut maður brosað yfir því hve vel gengur hjá honum, en svo er hann dottinn út af brautinni aftur,“ segir þáttastjórnandinn Magnús Sigurðsson í upphafi þáttar. Ræddi æskuna og neysluna Magnús byrjar þáttinn á því að spyrja Vilhjálm Frey út í uppvaxtarár hans. Vilhjálmur Freyr kveðst vera fæddur og uppalinn á Akranesi á ástríku heimili með foreldrum sínum og fjórum systkinum. Hann segir það hafa verið gott að alast upp á Akranesi á tíunda áratugnum, þegar enginn læsti heimili sínu og engir glæpir voru framdir. Hann segir þó að fljótlega hafi farið að halla undan fæti hjá honum og hann farið að fremja smáglæpi þegar hann var unglingur. Snemma hafi hann svo leiðst í neyslu áfengis og annarra vímuefna. Leigði kjallaraíbúðina af systur sinni Vilhjálmur Freyr segist hafa farið í sex mánaða meðferð í Svíþjóð eftir að hann hafði verið farinn að neyta harðra fíkniefna um æð. Þegar heim var komið úr meðferðinni hafi hann leigt herbergi af systur sinni í kjallaranum í Breiðholti, þar sem hann framdi brotin, á meðan verið væri að standsetja íbúð fjölskyldu hans. Vilhjálmur Freyr á eiginkonu og tvö börn. „Ég var einmana þetta kvöld, ég man eftir því, og Covid var þarna nýbyrjað. Ég fer út í Iceland þarna í Breiðholtinu og ég kaupi mér þrjá sprittbrúsa og ég drekk þá. Og það kvöld, þá framdi ég ljótasta hlut sem ég hef gert. Ég beitti ofbeldi sem varð til þess að ég varð síðan handtekinn,“ segir Vilhjálmur Freyr en ræðir ofbeldið ekkert frekar. Hann segist þá hafa ákveðið að hefja kannabisreykingar í stað þess að neyta annarra vímuefna. „Af því að ég vissi að þá væri ég ekki að gera þessa skandala,“ segir hann. Viðtalið við Vilhjálm Frey má sjá í heild sinni hér að neðan:
Kynferðisofbeldi Dómsmál Vændi Dómstólar Tengdar fréttir Nafngreindi manninn sem hélt vændiskonu og nauðgaði Héraðsdómur Reykjavíkur birti nafn manns sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga vændiskonu og halda henni í gíslingu í dag. Nafn mannsins var upphaflega afmáð úr dómnum en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að birta það samkvæmt reglum. 6. janúar 2023 13:23 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Nafngreindi manninn sem hélt vændiskonu og nauðgaði Héraðsdómur Reykjavíkur birti nafn manns sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga vændiskonu og halda henni í gíslingu í dag. Nafn mannsins var upphaflega afmáð úr dómnum en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að birta það samkvæmt reglum. 6. janúar 2023 13:23