Innlent

Útköllum slökkviliðs fjölgaði um 15 prósent milli ára

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mikil fjölgun var á útköllum vegna vatnstjóns og óveðurs.
Mikil fjölgun var á útköllum vegna vatnstjóns og óveðurs. vísir/vilhelm

Annasamt ár er að baki hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Útköll á dælubíla slökkvliliðs jukust um 15,86% milli ára og má rekja til óveðurs og vatnstjóna.

Þetta kemur fram í samantekt slökkviliðsins fyrir árið 2022. Þar kemur fram að útköll vegna óveðurs jukust um 182 prósent milli ára og að útköll vegna vatnstjóna hafi aukist um 53 prósent milli ára.

Heildarboðanir á sjúkabíla árið 2022 voru rúmlega 40 þúsund en voru 42 þúsund árið 2021. „Munurinn á milli boðana og flutnings hefur aukist milli ára og er skýringin meðal annars að árið 2021 enduðu 6% boðana ekki í flutning heldur voru „afgreidd á staðnum“ en árið 2022 var það hlutfall komið upp í 11%,“ segir í samantektinni.

Svokölluðum Covid-boðunum fækkaði á milli ári en örðum boðunum fjölgaði um 8 prósent. Aukning í boðunum frá árinu 2015 er 42 prósent.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×