Meiriháttar gagnaleki hjá Twitter gæti ógnað andófsfólki Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2023 15:46 Mikið hefur gengið á hjá Twitter að undanförnu og verulega kvarnast úr starfsliðinu. Gögnunum virðist þó hafa verið stolið í lok árs 2021, mörgum mánuðum áður en eigendaskipti urðu hjá samfélagsmiðlinum. AP/Jeff Chiu Tölvuþrjótar láku upplýsingum um 235 milljónir notenda samfélagsmiðilsins Twitter og tölvupóstföngin sem þeir notuðu til þess að stofna reikninga sína. Með gögnunum er mögulegt að rekja spor nafnlausra notenda sem gæti ógnað öryggi andófsfólks. Washington Post segir að svo virðist sem að gögnin hafi verið tekin saman síðla árs 2021 og þau birt á vinsælu markaðstorgi tölvuþrjóta. Þjófarnir hafi notfært sér galla í kerfi Twitter sem gerði óviðkomandi kleift að að finna notendur miðilsins með tölvupóstfangi eða símanúmeri þeirra. Öryggissérfræðingur sem blaðið ræðir við segir að lekinn skapi hættu á að fólk sem notar Twitter til þess að gagnrýna stjórnvöld eða valdamikla einstaklinga í skjóli nafnleysis verði afhjúpað, handtekið eða beitt ofbeldi eða fjárkúgunum. Þrír af hverjum fjórum notendum miðilsins eru utan Bandaríkjanna og Kanada. Þrjótarnir gætu enn fremur notað tölvupóstföngin til þess að skipta um lykilorð notenda og taka reikninga þeirra yfir, sérstaklega þeirra sem eru ekki með tvífasaauðkenningu. Forsvarsmenn Twitters sögðust hafa fengið vitneskju um gallann í janúar en hann hafi verið til staðar í um sjö mánuði eftir uppfærslu á hugbúnaðinum. Tölvuþrjótar hafi reynt að selja upplýsingar um 5,4 milljónir notenda í júlí. Nær öruggt er talið að þeim gögnum hafi verið stolið með sama hætti og þeim sem nú eru til sölu. Eftirlitsstofnanir beggja vegna Atlantsála fylgjast nú þegar grannt með Twitter vegna brota á persónuverndarlögum. Talið er að aukinn kraftur færist í þær rannsóknir vegna tíðindanna af meiriháttar gagnalekanum. Stjórnendur Twitter svöruðu ekki fyrirspurnum Washington Post um lekann. Twitter Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Washington Post segir að svo virðist sem að gögnin hafi verið tekin saman síðla árs 2021 og þau birt á vinsælu markaðstorgi tölvuþrjóta. Þjófarnir hafi notfært sér galla í kerfi Twitter sem gerði óviðkomandi kleift að að finna notendur miðilsins með tölvupóstfangi eða símanúmeri þeirra. Öryggissérfræðingur sem blaðið ræðir við segir að lekinn skapi hættu á að fólk sem notar Twitter til þess að gagnrýna stjórnvöld eða valdamikla einstaklinga í skjóli nafnleysis verði afhjúpað, handtekið eða beitt ofbeldi eða fjárkúgunum. Þrír af hverjum fjórum notendum miðilsins eru utan Bandaríkjanna og Kanada. Þrjótarnir gætu enn fremur notað tölvupóstföngin til þess að skipta um lykilorð notenda og taka reikninga þeirra yfir, sérstaklega þeirra sem eru ekki með tvífasaauðkenningu. Forsvarsmenn Twitters sögðust hafa fengið vitneskju um gallann í janúar en hann hafi verið til staðar í um sjö mánuði eftir uppfærslu á hugbúnaðinum. Tölvuþrjótar hafi reynt að selja upplýsingar um 5,4 milljónir notenda í júlí. Nær öruggt er talið að þeim gögnum hafi verið stolið með sama hætti og þeim sem nú eru til sölu. Eftirlitsstofnanir beggja vegna Atlantsála fylgjast nú þegar grannt með Twitter vegna brota á persónuverndarlögum. Talið er að aukinn kraftur færist í þær rannsóknir vegna tíðindanna af meiriháttar gagnalekanum. Stjórnendur Twitter svöruðu ekki fyrirspurnum Washington Post um lekann.
Twitter Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira