Semja vinnureglur um einelti og kynferðislega áreitni á Alþingi Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2023 14:31 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir að vinna við verklagsreglur fyrir þingmenn hafi farið af stað í kjölfar Metoo-byltingarinnar árið 2017. Vísir/Vilhelm Umræður um sérstakar verklagsreglur um eineltis- og áreitnismál á Alþingi sem unnið hefur verið að eiga hefjast aftur í þessum mánuði. Forseti Alþingis segir að engar tilkynningar um slík mál hafi komið inn á sitt borð frá því að hann tók við embættinu. Vinna við verklagsreglur um hvernig taka eigi á eineltis eða kynferðislegri áreitni þingmanna hefur staðið yfir frá því á síðasta kjörtímabili. Slíkar reglur hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins en hafa ekki náð til kjörinna fulltrúa. Sú vinna er komin svo langt til stendur að kynna formönnum þingflokkanna og forsætisnefnd gögn sem starfsmenn þingsins hafa tekið saman síðar í þessum mánuði, að sögn Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Umræða um vinnureglur af þessu tagi hófst í kjölfar Metoo-byltingarinnar svonefndu. Birgir segir að flestir flokkarnir á þingi hafi sett sér sínar eigin verklagsreglur í framhaldinu á þeirri umræðu en þáverandi forseti þingsins og forsætisnefnd hafi talið eðlilegt að skoða hvernig tekið væri á málum af þessu tagi sem vörðuðu sérstaklega starfsemi Alþingis. Ráðist var í úttekt á hvernig slíkum reglum væri háttað á þingum í nágrannalöndunum og hvernig þær væru útfærðar í samspili við aðrar reglur sem væru til staðar. „Þessi vinna var komin á það stig fyrir jólin að það var hægt að kynna bæði minnisblöð og drög að verkferlum fyrir forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Við munum taka þær umræður upp að nýju þegar komið er fram í janúar,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þurftu aðrar reglur fyrir þingmenn Tilefni þess að ráðist var í vinnu við verklagsreglurnar var ekki einstök dæmi um einelti eða áreitni heldur Metoo-umræðan almennt, að sögn Birgis. Nauðsynlegt hafi verið að móta betur verklag ef mál af þessum toga kæmu upp á vettvangi þingsins. Reglur sem hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins taki mið af því sem gangi og gerist á stærri vinnustöðum. Birgir segir hins vegar að staða kjörinna fulltrúa sé önnur og því hafi þurft að semja sérstakar reglur um þá. „Það gilda ekki venjuleg vinnuréttarsjónarmið, ef við getum orðað það svo, þannig að það þurfti að horfa á það út frá svolítið öðrum sjónarhornum,“ segir Birgir. Engar tilkynningar hafi borist á hans borð um einelti eða kynferðislega áreitni frá því að hann tók við embætti þingforseta við upphaf kjörtímabilsins veturinn 2021. „Það hafa ekki komið nein tilvik sem myndu falla undir það sem mér er kunnugt um frá því að ég tók við sem forseti,“ segir hann. Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Vinna við verklagsreglur um hvernig taka eigi á eineltis eða kynferðislegri áreitni þingmanna hefur staðið yfir frá því á síðasta kjörtímabili. Slíkar reglur hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins en hafa ekki náð til kjörinna fulltrúa. Sú vinna er komin svo langt til stendur að kynna formönnum þingflokkanna og forsætisnefnd gögn sem starfsmenn þingsins hafa tekið saman síðar í þessum mánuði, að sögn Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Umræða um vinnureglur af þessu tagi hófst í kjölfar Metoo-byltingarinnar svonefndu. Birgir segir að flestir flokkarnir á þingi hafi sett sér sínar eigin verklagsreglur í framhaldinu á þeirri umræðu en þáverandi forseti þingsins og forsætisnefnd hafi talið eðlilegt að skoða hvernig tekið væri á málum af þessu tagi sem vörðuðu sérstaklega starfsemi Alþingis. Ráðist var í úttekt á hvernig slíkum reglum væri háttað á þingum í nágrannalöndunum og hvernig þær væru útfærðar í samspili við aðrar reglur sem væru til staðar. „Þessi vinna var komin á það stig fyrir jólin að það var hægt að kynna bæði minnisblöð og drög að verkferlum fyrir forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Við munum taka þær umræður upp að nýju þegar komið er fram í janúar,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þurftu aðrar reglur fyrir þingmenn Tilefni þess að ráðist var í vinnu við verklagsreglurnar var ekki einstök dæmi um einelti eða áreitni heldur Metoo-umræðan almennt, að sögn Birgis. Nauðsynlegt hafi verið að móta betur verklag ef mál af þessum toga kæmu upp á vettvangi þingsins. Reglur sem hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins taki mið af því sem gangi og gerist á stærri vinnustöðum. Birgir segir hins vegar að staða kjörinna fulltrúa sé önnur og því hafi þurft að semja sérstakar reglur um þá. „Það gilda ekki venjuleg vinnuréttarsjónarmið, ef við getum orðað það svo, þannig að það þurfti að horfa á það út frá svolítið öðrum sjónarhornum,“ segir Birgir. Engar tilkynningar hafi borist á hans borð um einelti eða kynferðislega áreitni frá því að hann tók við embætti þingforseta við upphaf kjörtímabilsins veturinn 2021. „Það hafa ekki komið nein tilvik sem myndu falla undir það sem mér er kunnugt um frá því að ég tók við sem forseti,“ segir hann.
Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira