Arna fer fram á að rannsókn á hendur sér verði felld niður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2023 06:51 Arna er fyrir miðju á myndinni, við hlið Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja. Vísir/Vilhelm Arna McClure, yfirlögfræðingur Samherja, hefur farið þess á leit við dómstóla að rannsókn héraðssaksóknara á hendur henni verði úrskurðuð ólögmæt og felld niður. Frá þessu greinir Morgunblaðið en í umfjöllun blaðsins segir að Arna hafi haft réttarstöðu sakbornings í þrjú ár vegna rannsóknar á meintum brotum Samherja í Namibíu en hún hafi ekkert heyrt frá héraðssaksóknara í sautján mánuði. Að sögn Halldórs Brynjars Halldórssonar, lögmanns Örnu, var þess óskað síðasta vor að réttarstöðu Örnu yrði breytt, þar sem ekkert benti til þess að hún hefði gerst sek um saknæma háttsemi. „Við ítrekuðum kröfuna í tvígang en þegar alltaf var svarað á sama veg, án þess að nein efnisleg afstaða væri tekin, sáum við ekki aðra færa leið en láta á þetta reyna fyrir dómstólum,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Í greinargerð sem hefur verið lögð fyrir dómstóla segir einnig að Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, sé vanhæfur til að annast rannsóknina sökum þess að hann sé bróðir Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á Stundinni. Er Finnur sagður hafa byggt á gögnum og fréttaskrifum frá bróður sínum. Halldór segir það ekki hafa legið fyrir fyrr en nýlega að Finnur hefði yfirumsjón með rannsókninni. „Þegar við gerðum okkur grein fyrir því að Finnur Þór færi þannig með stjórn rannsóknar, sem bróðir hans Ingi Freyr hefði tekið þátt í að vinna upp í hendurnar á honum, var ákveðið að tilefni væri orðið til þess að leita aðkomu dómstóla.“ Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið en í umfjöllun blaðsins segir að Arna hafi haft réttarstöðu sakbornings í þrjú ár vegna rannsóknar á meintum brotum Samherja í Namibíu en hún hafi ekkert heyrt frá héraðssaksóknara í sautján mánuði. Að sögn Halldórs Brynjars Halldórssonar, lögmanns Örnu, var þess óskað síðasta vor að réttarstöðu Örnu yrði breytt, þar sem ekkert benti til þess að hún hefði gerst sek um saknæma háttsemi. „Við ítrekuðum kröfuna í tvígang en þegar alltaf var svarað á sama veg, án þess að nein efnisleg afstaða væri tekin, sáum við ekki aðra færa leið en láta á þetta reyna fyrir dómstólum,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Í greinargerð sem hefur verið lögð fyrir dómstóla segir einnig að Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, sé vanhæfur til að annast rannsóknina sökum þess að hann sé bróðir Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á Stundinni. Er Finnur sagður hafa byggt á gögnum og fréttaskrifum frá bróður sínum. Halldór segir það ekki hafa legið fyrir fyrr en nýlega að Finnur hefði yfirumsjón með rannsókninni. „Þegar við gerðum okkur grein fyrir því að Finnur Þór færi þannig með stjórn rannsóknar, sem bróðir hans Ingi Freyr hefði tekið þátt í að vinna upp í hendurnar á honum, var ákveðið að tilefni væri orðið til þess að leita aðkomu dómstóla.“
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira