Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. janúar 2023 14:09 Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins á fundi með Eflingu í desember síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. Tilboðið var lagt fram á fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sem hófst fyrir stundu með ríkissáttasemjara. Þar segir að samtökin leggi til að gerður verði efnislega samhljóða kjarasamningur milli SA og Eflingar og gerður var við 18 af 19 aðildarfélögum Starfsgreinarsambandsins. Sem fyrr segir segist samninganefnd SA þó tilbúin til að ræða aðlögun kjarasamningsins að þörfum Eflingarfólks, en þó innan þess ramma sem samningurinn við Starfsgreinasambandið markaði. Bjóða afturvirkni frá 1. nóvember verði samningurinn undirritaður innan viku Í tilboðinu kemur fram að SA bjóði að kjarasamningurinn gildi afturvirkt frá 1. nóvember, svo fremi sem hann verði undirritaður innan viku, eigi síðar en 11. janúar næstkomandi. Samninganefnd Eflingar á fundi með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í desember á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Í tilboðinu, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir forsendur kjarasamningsins sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu við Starfsgreinasambandið á dögunum. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, fór fyrir samninganefnd samtakanna á fundinum í dag. Hann segir að blæbrigðamunur sé á tilboði SA til Eflingar og þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru við Starfsgreinasambandið í desember. Klippa: Blæbrigðamunur á tilboði SA Þar er sú afstaða Samtaka atvinnulífsins að nýir kjarasamningar sem þau hafi gert við Starfsgreinasambandið og samflot verslunarmanna og iðnaðarmanna og gildi fyrir um áttatíu þúsund manns á almennum vinnumarkaði, séu stefnumarkandi, áréttuð. Í tilboðinu segir að Samtök atvinnulífsins sjái ekki málefnalegar forsendur fyrir greiðslu sérstaks framfærsluálags á félagsvæði Eflingar á höfuðborgarsvæðinu, Kjós, Hveragerði, Ölfusi og Grímsnses- og Grafningshreppi. Í síðasta tilboði Eflingar til SA var meðal annars gert ráð fyrir fimmtán þúsund króna flatri framfærsluuppbót. Í tilboðinu lýsa samtökin sig reiðubúin til að ræða nánar sérstöðu félagsmanna Eflingar en þó með því skilyrði að það verði innan kostnaðarrama og meginlína þess samnings sem gerður var við Starfsgreinasambandið. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16 Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21 „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Tilboðið var lagt fram á fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sem hófst fyrir stundu með ríkissáttasemjara. Þar segir að samtökin leggi til að gerður verði efnislega samhljóða kjarasamningur milli SA og Eflingar og gerður var við 18 af 19 aðildarfélögum Starfsgreinarsambandsins. Sem fyrr segir segist samninganefnd SA þó tilbúin til að ræða aðlögun kjarasamningsins að þörfum Eflingarfólks, en þó innan þess ramma sem samningurinn við Starfsgreinasambandið markaði. Bjóða afturvirkni frá 1. nóvember verði samningurinn undirritaður innan viku Í tilboðinu kemur fram að SA bjóði að kjarasamningurinn gildi afturvirkt frá 1. nóvember, svo fremi sem hann verði undirritaður innan viku, eigi síðar en 11. janúar næstkomandi. Samninganefnd Eflingar á fundi með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í desember á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Í tilboðinu, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir forsendur kjarasamningsins sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu við Starfsgreinasambandið á dögunum. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, fór fyrir samninganefnd samtakanna á fundinum í dag. Hann segir að blæbrigðamunur sé á tilboði SA til Eflingar og þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru við Starfsgreinasambandið í desember. Klippa: Blæbrigðamunur á tilboði SA Þar er sú afstaða Samtaka atvinnulífsins að nýir kjarasamningar sem þau hafi gert við Starfsgreinasambandið og samflot verslunarmanna og iðnaðarmanna og gildi fyrir um áttatíu þúsund manns á almennum vinnumarkaði, séu stefnumarkandi, áréttuð. Í tilboðinu segir að Samtök atvinnulífsins sjái ekki málefnalegar forsendur fyrir greiðslu sérstaks framfærsluálags á félagsvæði Eflingar á höfuðborgarsvæðinu, Kjós, Hveragerði, Ölfusi og Grímsnses- og Grafningshreppi. Í síðasta tilboði Eflingar til SA var meðal annars gert ráð fyrir fimmtán þúsund króna flatri framfærsluuppbót. Í tilboðinu lýsa samtökin sig reiðubúin til að ræða nánar sérstöðu félagsmanna Eflingar en þó með því skilyrði að það verði innan kostnaðarrama og meginlína þess samnings sem gerður var við Starfsgreinasambandið.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16 Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21 „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16
Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21
„Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59
Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49