„Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2022 11:59 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að samninganefnd Eflingar muni nú funda og ráða ráðum sínum. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna segir að Efling hafi kynnt samninganefnd SA ítarlega það tilboð sem var gert í gær. Þar hafi hagvaxtaraukinn verið tekinn inn í launaliðinn, líkt og önnur félög hafi gert. Á móti kæmi sérstök framfærsluuppbót til Eflingarfólks. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundinum í morgun. „Upphæðirnar sem við förum fram á eru hærri en undirritaðar voru hjá Starfsgreinasambandinu en þær eru ekki hærri en í öðrum samningum. Það er alls ekki svo. [...] Við erum að leggja hér fram tilboð þar sem hæsta hækkunin er tæplega 66 þúsund. Þeir samningar sem náðst hafa og hafa verið samþykktir hjá iðnaðarmönnum og verslunarmönnum, þar er einmitt hæsta hækkunin 66 þúsund. Þannig að við erum að vinna með þær nálganir sem niðurstaða hefur náðst um á vinnumarkaði.“ Hún segir að enn hafi ekki verið boðað til næsta fundar, en að ef ríkissáttasemjari boði nefndir á fund, til dæmis milli jóla og nýárs, þá mæti Eflingarfólk. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á fundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Ætla að ráða ráðum sínum Sólveig Anna segir að samninganefnd Eflingar muni nú funda og ráða ráðum sínum. Hún ætli ekki að svara neitt ítarlegar fyrr en niðurstaða samninganefndar liggur fyrir. „Það hvort við missum afturvirknina... Nei, ég hræðist það ekki , enda væri það fráleitt að refsa sérstaklega verka- og láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins, sem knýr hér áfram hjól hagvaxtarins og heldur hér öllu gangandi, fyrir að standa í öflugri kjarabaráttu. Ég vona að menn séu ekki svo langt leiddir að þeir láti detta það til hugar.“ Viðar Þorsteinsson og aðrir í samninganefnd Eflingar.Vísir/Vilhelm Hvað þegar komið er nokkrar vikur inn í nýtt ár, eruð þið þá farin að huga að aðgerðum ef ekki verða samningar komnir? „Aftur, nú fer ég á fund með samninganefndinni. Ég ætla ekkert að fabúlera neitt meira um það hvað gerist innan næstu vikna. Það bara kemur í ljós,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Sólveig Anna segir að Efling hafi kynnt samninganefnd SA ítarlega það tilboð sem var gert í gær. Þar hafi hagvaxtaraukinn verið tekinn inn í launaliðinn, líkt og önnur félög hafi gert. Á móti kæmi sérstök framfærsluuppbót til Eflingarfólks. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundinum í morgun. „Upphæðirnar sem við förum fram á eru hærri en undirritaðar voru hjá Starfsgreinasambandinu en þær eru ekki hærri en í öðrum samningum. Það er alls ekki svo. [...] Við erum að leggja hér fram tilboð þar sem hæsta hækkunin er tæplega 66 þúsund. Þeir samningar sem náðst hafa og hafa verið samþykktir hjá iðnaðarmönnum og verslunarmönnum, þar er einmitt hæsta hækkunin 66 þúsund. Þannig að við erum að vinna með þær nálganir sem niðurstaða hefur náðst um á vinnumarkaði.“ Hún segir að enn hafi ekki verið boðað til næsta fundar, en að ef ríkissáttasemjari boði nefndir á fund, til dæmis milli jóla og nýárs, þá mæti Eflingarfólk. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á fundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Ætla að ráða ráðum sínum Sólveig Anna segir að samninganefnd Eflingar muni nú funda og ráða ráðum sínum. Hún ætli ekki að svara neitt ítarlegar fyrr en niðurstaða samninganefndar liggur fyrir. „Það hvort við missum afturvirknina... Nei, ég hræðist það ekki , enda væri það fráleitt að refsa sérstaklega verka- og láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins, sem knýr hér áfram hjól hagvaxtarins og heldur hér öllu gangandi, fyrir að standa í öflugri kjarabaráttu. Ég vona að menn séu ekki svo langt leiddir að þeir láti detta það til hugar.“ Viðar Þorsteinsson og aðrir í samninganefnd Eflingar.Vísir/Vilhelm Hvað þegar komið er nokkrar vikur inn í nýtt ár, eruð þið þá farin að huga að aðgerðum ef ekki verða samningar komnir? „Aftur, nú fer ég á fund með samninganefndinni. Ég ætla ekkert að fabúlera neitt meira um það hvað gerist innan næstu vikna. Það bara kemur í ljós,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49