Erlent

Kynferðisbrotamenn óvelkomnir á verðlaunahátíð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sofiane Bennacer kynnti myndina Les Amandiers á Cannes hátíðinni í fyrra áður en málin gegn honum komu upp. 
Sofiane Bennacer kynnti myndina Les Amandiers á Cannes hátíðinni í fyrra áður en málin gegn honum komu upp.  Gareth Cattermole/Getty Images

Skipuleggjendur César verðlaunanna í Frakklandi, sem eru helstu kvikmyndaverðlaunin þar í landi, hafa nú gefið það út að allir þeir sem eiga yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot eða hafa verið dæmdir fyrir slík brot séu ekki velkomnir á hátíðina sem haldin verður í næsta mánuði.

Þetta þýðir að franski leikarinn Sofiane Bennacer mun ekki geta mætt en hann er nú til rannsóknar grunaður um nauðgun, sem hann neitar fyrir. Þrjár fyrrverandi kærustur hans saka hann um nauðgun og sú fjórða segir hann hafa beitt sig ofbeldi.

Óttast hafði verið að til mótmæla myndi koma ef Bennacer léti sjá sig á rauða dreglinum en árið 2020 komst var hátíðin gagnrýnd harðlega þegar Roman Polanski vann César styttu fyrir bestu leikstjórn, en hann er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir nauðgun á stúlku undir lögaldri. Eftir það sagði stjórnin af sér eins og hún lagði sig.

Núverandi stjórn hafði áður gefið það úr að Bennacer gæti ekki unnið til verðlauna á hátíðinni en þá hafði hann fengið tilnefningu fyrir hlutverk sitt í Les Amandiers. Nú hefur verið gengið skrefi lengra þannig að hann getur ekki mætt yfir höfuð. Reglan á einnig við um alla aðra sem dæmdir hafa verið fyrir ofbeldisbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×