Mætir Messi og Mbappé sem þjálfari í lok janúar en hóf ferilinn í Football Manager Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. janúar 2023 09:01 Í möppunni má eflaust finna hvaða lið Still ætlar að þjálfa í FM 23. Philippe Crochet/Getty Images Hinn þrítugi Will Still þjálfar í dag lið Stade de Reims í Ligue 1, frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þjálfaraferill hans hófst þó ólíkt flestum öðrum. Hann fékk áhuga á þjálfun þegar hann var táningur eftir að hafa spilað tölvuleikinn vinsæla Football Manager. Football Manager er einn af vinsælustu tölvuleikjum síðari ára og kemur út ár hvert. Í leiknum getur sá sem spilar sett sig í spor þjálfara svo gott sem hvaða fótboltaliðs sem til er í heiminum, allavega karla megin. Will Still er Englendingur en fæddur í Belgíu. Sem táningur æfði hann fótbolta og stefndi eins og svo margir táningar á að verða atvinnumaður. Það var hins vegar Football Manager sem sannfærði hann um að einbeita sér frekar að þjálfun heldur en að spila sjálfur. Hann var aðeins tvítugur þegar hann fékk sitt fyrsta þjálfarastarf, í akademíu Preston North End á Englandi. Will Still has made the jump from Football Manager to Preston to Ligue 1 | By @ericdevin_ https://t.co/5lSjHFdrTl— The Guardian (@guardian) December 30, 2022 Árið 2017 færði hann sig til Belgíu og hefur síðan starfað fyrir Lierse, Beerschot – lið Nökkva Freys Þórissonar, og Standard de Liége þar í landi. Hann starfaði fyrir Stade de Reims árið 2021 og var ráðinn aftur sem aðstoðarþjálfari liðsins fyrir yfirstandandi tímabil. Eftir herfilega byrjun ákvað Reims að láta Óscar Garcia fara og var Still ráðinn tímabundið sem aðalþjálfari liðsins. Hann hefur spilað vel úr þeim spilum sem honum voru gefin en Reims vann Rennes 3-1 á fimmtudaginn var og hefur ekki tapað deildarleik síðan 18. september síðastliðinn. Síðan þá hefur liðið leikið 8 leiki, unnið þrjá og gert fimm jafntefli. Reims situr nú í 10. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 16 leikjum, sjö stigum frá fallsæti. Sem stendur virðist allt benda til þess að Still verði áfram þjálfari liðsins þegar Reims mætir Frakklandsmeisturum París Saint-Germain þann 29. janúar næstkomandi. Hinn þrítugi Still grætur eflaust ekki þá ákvörðun að skipta út takkaskónum fyrir skeiðklukku á sínum tíma. Will Still er þjálfari Reims í dag.Sylvain Lefevre/Getty Images Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Football Manager er einn af vinsælustu tölvuleikjum síðari ára og kemur út ár hvert. Í leiknum getur sá sem spilar sett sig í spor þjálfara svo gott sem hvaða fótboltaliðs sem til er í heiminum, allavega karla megin. Will Still er Englendingur en fæddur í Belgíu. Sem táningur æfði hann fótbolta og stefndi eins og svo margir táningar á að verða atvinnumaður. Það var hins vegar Football Manager sem sannfærði hann um að einbeita sér frekar að þjálfun heldur en að spila sjálfur. Hann var aðeins tvítugur þegar hann fékk sitt fyrsta þjálfarastarf, í akademíu Preston North End á Englandi. Will Still has made the jump from Football Manager to Preston to Ligue 1 | By @ericdevin_ https://t.co/5lSjHFdrTl— The Guardian (@guardian) December 30, 2022 Árið 2017 færði hann sig til Belgíu og hefur síðan starfað fyrir Lierse, Beerschot – lið Nökkva Freys Þórissonar, og Standard de Liége þar í landi. Hann starfaði fyrir Stade de Reims árið 2021 og var ráðinn aftur sem aðstoðarþjálfari liðsins fyrir yfirstandandi tímabil. Eftir herfilega byrjun ákvað Reims að láta Óscar Garcia fara og var Still ráðinn tímabundið sem aðalþjálfari liðsins. Hann hefur spilað vel úr þeim spilum sem honum voru gefin en Reims vann Rennes 3-1 á fimmtudaginn var og hefur ekki tapað deildarleik síðan 18. september síðastliðinn. Síðan þá hefur liðið leikið 8 leiki, unnið þrjá og gert fimm jafntefli. Reims situr nú í 10. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 16 leikjum, sjö stigum frá fallsæti. Sem stendur virðist allt benda til þess að Still verði áfram þjálfari liðsins þegar Reims mætir Frakklandsmeisturum París Saint-Germain þann 29. janúar næstkomandi. Hinn þrítugi Still grætur eflaust ekki þá ákvörðun að skipta út takkaskónum fyrir skeiðklukku á sínum tíma. Will Still er þjálfari Reims í dag.Sylvain Lefevre/Getty Images
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira