Ísak Bergmann þurfti að fara í aðgerð: „Átti erfitt með að anda með nefinu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. janúar 2023 07:00 Ísak Bergmann í leik gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Dave Howarth/Getty Images Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, gekkst undir aðgerð á nefi nú á dögunum. Ísak Bergmann var gestur hlaðvarpsþáttarins Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl eins og fram hefur komið á Vísi en hann greindi einnig frá því að hann hefði nýtt fríið hér á landi til að lagfæra nefið á sér. Ekki var þó um hefðbundna lýtaaðgerð að ræða og er Ísak Bergmann að öllum líkindum mjög ánægður með hvernig nefið á sér lítur út. Hann þurfti hins vegar að láta laga það þar sem það var farið að hafa áhrif á atvinnu hans, að spila fótbolta. „Ég er allur að koma til,“ segir Ísak Bergmann er hann var spurður út í aðgerðina sem hann var í. „Þetta var sem sagt nefaðgerð þar sem ég hef átt í erfiðleikum með að anda með nefinu. Var að sofa illa, er líklegast með kæfisvefn líka. Endurheimtan var ekki nægilega góð hjá mér og mikilvægt að klára þetta,“ bætti þessi 19 ára gamli fótboltamaður við. Ísak Bergmann er á sínu öðru ári hjá FCK eftir að hafa verið keyptur frá Norrköping í Svíþjóð á dágóða summu. Liðið er ríkjandi meistari og er að koma til eftir slæma byrjun. Ísak segir ekkert annað koma til greina en að verja titilinn. Hann hefur æfingar með liðinu skömmu eftir áramót en danska úrvalsdeildin fer ekki af stað á nýjan leik fyrr en 17. febrúar næstkomandi. Viðtalið við Ísak Bergmann má hlusta á hér að neðan. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Sjá meira
Ísak Bergmann var gestur hlaðvarpsþáttarins Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl eins og fram hefur komið á Vísi en hann greindi einnig frá því að hann hefði nýtt fríið hér á landi til að lagfæra nefið á sér. Ekki var þó um hefðbundna lýtaaðgerð að ræða og er Ísak Bergmann að öllum líkindum mjög ánægður með hvernig nefið á sér lítur út. Hann þurfti hins vegar að láta laga það þar sem það var farið að hafa áhrif á atvinnu hans, að spila fótbolta. „Ég er allur að koma til,“ segir Ísak Bergmann er hann var spurður út í aðgerðina sem hann var í. „Þetta var sem sagt nefaðgerð þar sem ég hef átt í erfiðleikum með að anda með nefinu. Var að sofa illa, er líklegast með kæfisvefn líka. Endurheimtan var ekki nægilega góð hjá mér og mikilvægt að klára þetta,“ bætti þessi 19 ára gamli fótboltamaður við. Ísak Bergmann er á sínu öðru ári hjá FCK eftir að hafa verið keyptur frá Norrköping í Svíþjóð á dágóða summu. Liðið er ríkjandi meistari og er að koma til eftir slæma byrjun. Ísak segir ekkert annað koma til greina en að verja titilinn. Hann hefur æfingar með liðinu skömmu eftir áramót en danska úrvalsdeildin fer ekki af stað á nýjan leik fyrr en 17. febrúar næstkomandi. Viðtalið við Ísak Bergmann má hlusta á hér að neðan.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Sjá meira