Erlent

Benedikt páfi er látinn

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hér má sjá Benedikt kveðja almenning þegar hann lét af embætti árið 2013.
Hér má sjá Benedikt kveðja almenning þegar hann lét af embætti árið 2013. Getty/Guido MARZILLA

Benedikt sextándi, fyrrverandi páfi er látinn. Hann var 95 ára gamall.

Páfinn lést klukkan 8:34 í morgun á íslenskum tíma en frekari upplýsingar um andlát hans liggja ekki fyrir.

Á dögunum bárust fregnir af alvarlegum veikindum Benedikts en Frans páfi bað fólk um að biðja fyrir forvera sínum.

Benedikt páfi var kjörinn páfi árið 2005, sautján dögum eftir andlát Jóhannesar Páls II páfa. Árið 2013 afsalaði Benedikt sér svo embættinu vegna veikinda en hann var þá sá fyrsti í sex hundruð ár til þess að gera það. Benedikt bjó í Páfagarði til dauðadags.

Benedikt páfi hét Joseph Alois Ratzinger réttu nafni og var menntaður guðfræðingur. Hann varð erkibiskup af München og komst í hóp kardinála kaþólsku kirkjunnar árið 1977. Hann varð svo formaður Kardinalaráðsins árið 2002.

Benedikt var 78 ára gamall þegar hann var kjörinn páfi og elsti maðurinn til að ná kjöri síðan á átjándu öld.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×