Segir skárra að fá í sig rafstraum en kylfuhögg Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 30. desember 2022 21:12 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Sigurjón Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn fagna ákvörðun dómsmálaráðherra um að breyta reglugerð til þess að heimila lögreglunni að bera svokölluð rafvarnarvopn, sem í daglegu tali eru kölluð rafbyssur. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðar breytingar á reglugerð um valdbeitingu lögreglu þess efnis að lögreglumönnum verði heimilt að bera svokölluð rafvarnarvopn, eða rafbyssur ef þeir hafa lokið þjálfun í notkun þessara vopna. Rafbyssur hafa hingað til ekki verið hluti af möguleikum lögreglu til valdbeitingar. Jón sagði frá þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og bætti við að breytingin ætti að geta gengið í gegn á næstu mánuðum. „Þeir sem hafa hlotið tilskylda þjálfun og menntun til þess að stíga það skref já. Það er reiknað með því. Ég geri ráð fyrir því að ef allt gengur eðlilega fyrir sig að þetta geti verið farið að líta dagsins ljós á vordögum. Hafa barist fyrir byssunum í áratug Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn fagna þessum fréttum. „Okkur líst mjög vel á þetta. Við erum búnir að kalla eftir þessu mjög lengi og erum búnir að senda bréf til ráðuneytisins og til ríkislögreglustjóra. Þetta er svosem búinn að vera okkar málflutningur í bara, já ég get sagt bara í áratug. Þannig að við fögnum þessu mjög.“ Málið sé öryggismál Fjölnir segir málið snúast um að lögreglumenn séu öruggir í sínum störfum. „Við lítum á þetta meira sem svona sjálfsvarnarvopn. Að þetta tryggi okkar öryggi að þurfa ekki að lenda í líkamlegum átökum við fólk, að við getum yfirbugað fólk með eggvopn eða barefli úr öruggri fjarlægð.“ Þá sé það betra að fá rafstraum í sig heldur en margt annað „Það er sko held ég betra að fá í sig rafstraum í þrjár sekúndur heldur en láta lemja sig með barefli eða fá piparúða í augun. Ég held það. Ég held að fólk sjái að þetta muni tryggja öryggi allra betur.“ Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Tengdar fréttir Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðar breytingar á reglugerð um valdbeitingu lögreglu þess efnis að lögreglumönnum verði heimilt að bera svokölluð rafvarnarvopn, eða rafbyssur ef þeir hafa lokið þjálfun í notkun þessara vopna. Rafbyssur hafa hingað til ekki verið hluti af möguleikum lögreglu til valdbeitingar. Jón sagði frá þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og bætti við að breytingin ætti að geta gengið í gegn á næstu mánuðum. „Þeir sem hafa hlotið tilskylda þjálfun og menntun til þess að stíga það skref já. Það er reiknað með því. Ég geri ráð fyrir því að ef allt gengur eðlilega fyrir sig að þetta geti verið farið að líta dagsins ljós á vordögum. Hafa barist fyrir byssunum í áratug Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn fagna þessum fréttum. „Okkur líst mjög vel á þetta. Við erum búnir að kalla eftir þessu mjög lengi og erum búnir að senda bréf til ráðuneytisins og til ríkislögreglustjóra. Þetta er svosem búinn að vera okkar málflutningur í bara, já ég get sagt bara í áratug. Þannig að við fögnum þessu mjög.“ Málið sé öryggismál Fjölnir segir málið snúast um að lögreglumenn séu öruggir í sínum störfum. „Við lítum á þetta meira sem svona sjálfsvarnarvopn. Að þetta tryggi okkar öryggi að þurfa ekki að lenda í líkamlegum átökum við fólk, að við getum yfirbugað fólk með eggvopn eða barefli úr öruggri fjarlægð.“ Þá sé það betra að fá rafstraum í sig heldur en margt annað „Það er sko held ég betra að fá í sig rafstraum í þrjár sekúndur heldur en láta lemja sig með barefli eða fá piparúða í augun. Ég held það. Ég held að fólk sjái að þetta muni tryggja öryggi allra betur.“
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Tengdar fréttir Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44