Segir skárra að fá í sig rafstraum en kylfuhögg Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 30. desember 2022 21:12 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Sigurjón Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn fagna ákvörðun dómsmálaráðherra um að breyta reglugerð til þess að heimila lögreglunni að bera svokölluð rafvarnarvopn, sem í daglegu tali eru kölluð rafbyssur. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðar breytingar á reglugerð um valdbeitingu lögreglu þess efnis að lögreglumönnum verði heimilt að bera svokölluð rafvarnarvopn, eða rafbyssur ef þeir hafa lokið þjálfun í notkun þessara vopna. Rafbyssur hafa hingað til ekki verið hluti af möguleikum lögreglu til valdbeitingar. Jón sagði frá þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og bætti við að breytingin ætti að geta gengið í gegn á næstu mánuðum. „Þeir sem hafa hlotið tilskylda þjálfun og menntun til þess að stíga það skref já. Það er reiknað með því. Ég geri ráð fyrir því að ef allt gengur eðlilega fyrir sig að þetta geti verið farið að líta dagsins ljós á vordögum. Hafa barist fyrir byssunum í áratug Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn fagna þessum fréttum. „Okkur líst mjög vel á þetta. Við erum búnir að kalla eftir þessu mjög lengi og erum búnir að senda bréf til ráðuneytisins og til ríkislögreglustjóra. Þetta er svosem búinn að vera okkar málflutningur í bara, já ég get sagt bara í áratug. Þannig að við fögnum þessu mjög.“ Málið sé öryggismál Fjölnir segir málið snúast um að lögreglumenn séu öruggir í sínum störfum. „Við lítum á þetta meira sem svona sjálfsvarnarvopn. Að þetta tryggi okkar öryggi að þurfa ekki að lenda í líkamlegum átökum við fólk, að við getum yfirbugað fólk með eggvopn eða barefli úr öruggri fjarlægð.“ Þá sé það betra að fá rafstraum í sig heldur en margt annað „Það er sko held ég betra að fá í sig rafstraum í þrjár sekúndur heldur en láta lemja sig með barefli eða fá piparúða í augun. Ég held það. Ég held að fólk sjái að þetta muni tryggja öryggi allra betur.“ Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Tengdar fréttir Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðar breytingar á reglugerð um valdbeitingu lögreglu þess efnis að lögreglumönnum verði heimilt að bera svokölluð rafvarnarvopn, eða rafbyssur ef þeir hafa lokið þjálfun í notkun þessara vopna. Rafbyssur hafa hingað til ekki verið hluti af möguleikum lögreglu til valdbeitingar. Jón sagði frá þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og bætti við að breytingin ætti að geta gengið í gegn á næstu mánuðum. „Þeir sem hafa hlotið tilskylda þjálfun og menntun til þess að stíga það skref já. Það er reiknað með því. Ég geri ráð fyrir því að ef allt gengur eðlilega fyrir sig að þetta geti verið farið að líta dagsins ljós á vordögum. Hafa barist fyrir byssunum í áratug Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn fagna þessum fréttum. „Okkur líst mjög vel á þetta. Við erum búnir að kalla eftir þessu mjög lengi og erum búnir að senda bréf til ráðuneytisins og til ríkislögreglustjóra. Þetta er svosem búinn að vera okkar málflutningur í bara, já ég get sagt bara í áratug. Þannig að við fögnum þessu mjög.“ Málið sé öryggismál Fjölnir segir málið snúast um að lögreglumenn séu öruggir í sínum störfum. „Við lítum á þetta meira sem svona sjálfsvarnarvopn. Að þetta tryggi okkar öryggi að þurfa ekki að lenda í líkamlegum átökum við fólk, að við getum yfirbugað fólk með eggvopn eða barefli úr öruggri fjarlægð.“ Þá sé það betra að fá rafstraum í sig heldur en margt annað „Það er sko held ég betra að fá í sig rafstraum í þrjár sekúndur heldur en láta lemja sig með barefli eða fá piparúða í augun. Ég held það. Ég held að fólk sjái að þetta muni tryggja öryggi allra betur.“
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Tengdar fréttir Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44