Segir skárra að fá í sig rafstraum en kylfuhögg Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 30. desember 2022 21:12 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Sigurjón Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn fagna ákvörðun dómsmálaráðherra um að breyta reglugerð til þess að heimila lögreglunni að bera svokölluð rafvarnarvopn, sem í daglegu tali eru kölluð rafbyssur. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðar breytingar á reglugerð um valdbeitingu lögreglu þess efnis að lögreglumönnum verði heimilt að bera svokölluð rafvarnarvopn, eða rafbyssur ef þeir hafa lokið þjálfun í notkun þessara vopna. Rafbyssur hafa hingað til ekki verið hluti af möguleikum lögreglu til valdbeitingar. Jón sagði frá þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og bætti við að breytingin ætti að geta gengið í gegn á næstu mánuðum. „Þeir sem hafa hlotið tilskylda þjálfun og menntun til þess að stíga það skref já. Það er reiknað með því. Ég geri ráð fyrir því að ef allt gengur eðlilega fyrir sig að þetta geti verið farið að líta dagsins ljós á vordögum. Hafa barist fyrir byssunum í áratug Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn fagna þessum fréttum. „Okkur líst mjög vel á þetta. Við erum búnir að kalla eftir þessu mjög lengi og erum búnir að senda bréf til ráðuneytisins og til ríkislögreglustjóra. Þetta er svosem búinn að vera okkar málflutningur í bara, já ég get sagt bara í áratug. Þannig að við fögnum þessu mjög.“ Málið sé öryggismál Fjölnir segir málið snúast um að lögreglumenn séu öruggir í sínum störfum. „Við lítum á þetta meira sem svona sjálfsvarnarvopn. Að þetta tryggi okkar öryggi að þurfa ekki að lenda í líkamlegum átökum við fólk, að við getum yfirbugað fólk með eggvopn eða barefli úr öruggri fjarlægð.“ Þá sé það betra að fá rafstraum í sig heldur en margt annað „Það er sko held ég betra að fá í sig rafstraum í þrjár sekúndur heldur en láta lemja sig með barefli eða fá piparúða í augun. Ég held það. Ég held að fólk sjái að þetta muni tryggja öryggi allra betur.“ Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Tengdar fréttir Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðar breytingar á reglugerð um valdbeitingu lögreglu þess efnis að lögreglumönnum verði heimilt að bera svokölluð rafvarnarvopn, eða rafbyssur ef þeir hafa lokið þjálfun í notkun þessara vopna. Rafbyssur hafa hingað til ekki verið hluti af möguleikum lögreglu til valdbeitingar. Jón sagði frá þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og bætti við að breytingin ætti að geta gengið í gegn á næstu mánuðum. „Þeir sem hafa hlotið tilskylda þjálfun og menntun til þess að stíga það skref já. Það er reiknað með því. Ég geri ráð fyrir því að ef allt gengur eðlilega fyrir sig að þetta geti verið farið að líta dagsins ljós á vordögum. Hafa barist fyrir byssunum í áratug Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn fagna þessum fréttum. „Okkur líst mjög vel á þetta. Við erum búnir að kalla eftir þessu mjög lengi og erum búnir að senda bréf til ráðuneytisins og til ríkislögreglustjóra. Þetta er svosem búinn að vera okkar málflutningur í bara, já ég get sagt bara í áratug. Þannig að við fögnum þessu mjög.“ Málið sé öryggismál Fjölnir segir málið snúast um að lögreglumenn séu öruggir í sínum störfum. „Við lítum á þetta meira sem svona sjálfsvarnarvopn. Að þetta tryggi okkar öryggi að þurfa ekki að lenda í líkamlegum átökum við fólk, að við getum yfirbugað fólk með eggvopn eða barefli úr öruggri fjarlægð.“ Þá sé það betra að fá rafstraum í sig heldur en margt annað „Það er sko held ég betra að fá í sig rafstraum í þrjár sekúndur heldur en láta lemja sig með barefli eða fá piparúða í augun. Ég held það. Ég held að fólk sjái að þetta muni tryggja öryggi allra betur.“
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Tengdar fréttir Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44